Báðu Ísraela um að bíða með innrás Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2023 10:30 Ísraelskir hermenn nærri Gasaströndinni AP/Ohad Zwigenberg Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Bandaríkjamenn vilja, samkvæmt heimildum New York Times, einnig meiri tíma til að undirbúa sig fyrir árásir vígahópa sem tengjast Íran á herstöðvar sínar í Mið-Austurlöndum. Talið er líklegt að þeim muni fjölga með innrás á Gasa. Þegar hafa nokkrar árásir verið gerðar og minnst ein með drónum sem framleiddir eru í Íran. Sjá einnig: Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa verið að auka viðbúnað sinn í Mið-Austurlöndum. Þeir eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins og þar á meðal hersveitir landgönguliða og er verið að senda annað flugmóðurskip og meðfylgjandi flota á svæðið, líklega til Persaflóa. Þá hafa herþotur verið sendar til Jórdaníu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja þetta hafa verið gert vegna mikils óstöðugleika á svæðinu en Biden og aðrir hafa varað klerkastjórn Íran við að reyna að nýta sér stríðið milli Ísraela og Hamas. Eins og áður segir stjórna Íranar vígahópum víða um Mið-Austurlönd og hafa stuttu marga þeirra, eins og Hamas. Heimildarmenn New York Times í ríkisstjórn Bandaríkjanna segja beiðnir um að beðið verði með innrás ekki vera kröfur og að ríkisstjórn Joe Biden, forseta, styðji Ísraela og ætlanir þeirra um að gera út af við Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2005. Embættismaður í sendiráði Ísraels í Washington þvertók fyrir að Bandaríkjamenn hefðu beðið Ísraela um að bíða með innrásina. Biden og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, töluðu saman í gær og eru þeir sagðir hafa verið sammála um að neyðarbirgðir myndu yrðu áfram sendar til Gasastrandarinnar frá Egyptalandi en slíkir flutningar hófust undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um helgina. Ísraelar vilja tryggja að birgðirnar; matvæli, lyf, eldsneyti, vatn og annað, endi ekki í höndum vígamanna Hamas-samtakanna. Þeir ræddu einnig tilraunir til að frelsa þá gísla sem Hamas-liðar tóku í árás þeirra á Ísrael þann 7. október. Talið er að um 222 gíslar séu enn í haldi Hamas en mæðgum var sleppt á undanförnum dögum. Viðræður um gíslana eiga sér stað í gegnum yfirvöld í Katar, þar sem æðstu leiðtogar Hamas búa. Forsvarsmenn samtakanna hafa sagt að þeir muni ekki sleppa gíslum, verði gerð innrás. Ísraelskir hermenn í eftirlitsferð nærri landamærum Gasastrandarinnar.AP/Ohad Zwigenberg Hver dagur sagður hagnast Ísraelum Ísraelski miðillinn Haaretz segir ísraelska herinn bíða eftir skipunum frá ríkisstjórninni um innrás. Haft er eftir heimildarmönnum úr röðum ríkisstjórnar Netanjahús að þar sé talið betra sé að ana ekki út í innrás á Gasa. Hætta sé á því að átökin myndu vinda upp á sig og að stríðið gæti dreift úr sér. Sérstaklega sé litið til Líbanon og Hezbolla, sem eru hryðjuverkasamtök studd af Íran en þau ráða miklu í Líbanon. Forsvarsmenn hersins eru sagðir telja frekari undirbúning af hinum góða. Haaretz hefur eftir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa að hver dagur sem líði án innrásar hagnist Ísraelum. Loftárásir skaði Hamas á meðan Ísraelar fái tíma til að undirbúa sig. Hér að neðan má sjá drónamyndband frá AP fréttaveituni sem sýnir eftirmála loftárásar Ísraela á Gasaströndina. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Joe Biden Líbanon Íran Hernaður Tengdar fréttir Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bandaríkjamenn vilja, samkvæmt heimildum New York Times, einnig meiri tíma til að undirbúa sig fyrir árásir vígahópa sem tengjast Íran á herstöðvar sínar í Mið-Austurlöndum. Talið er líklegt að þeim muni fjölga með innrás á Gasa. Þegar hafa nokkrar árásir verið gerðar og minnst ein með drónum sem framleiddir eru í Íran. Sjá einnig: Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa verið að auka viðbúnað sinn í Mið-Austurlöndum. Þeir eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins og þar á meðal hersveitir landgönguliða og er verið að senda annað flugmóðurskip og meðfylgjandi flota á svæðið, líklega til Persaflóa. Þá hafa herþotur verið sendar til Jórdaníu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja þetta hafa verið gert vegna mikils óstöðugleika á svæðinu en Biden og aðrir hafa varað klerkastjórn Íran við að reyna að nýta sér stríðið milli Ísraela og Hamas. Eins og áður segir stjórna Íranar vígahópum víða um Mið-Austurlönd og hafa stuttu marga þeirra, eins og Hamas. Heimildarmenn New York Times í ríkisstjórn Bandaríkjanna segja beiðnir um að beðið verði með innrás ekki vera kröfur og að ríkisstjórn Joe Biden, forseta, styðji Ísraela og ætlanir þeirra um að gera út af við Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2005. Embættismaður í sendiráði Ísraels í Washington þvertók fyrir að Bandaríkjamenn hefðu beðið Ísraela um að bíða með innrásina. Biden og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, töluðu saman í gær og eru þeir sagðir hafa verið sammála um að neyðarbirgðir myndu yrðu áfram sendar til Gasastrandarinnar frá Egyptalandi en slíkir flutningar hófust undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna um helgina. Ísraelar vilja tryggja að birgðirnar; matvæli, lyf, eldsneyti, vatn og annað, endi ekki í höndum vígamanna Hamas-samtakanna. Þeir ræddu einnig tilraunir til að frelsa þá gísla sem Hamas-liðar tóku í árás þeirra á Ísrael þann 7. október. Talið er að um 222 gíslar séu enn í haldi Hamas en mæðgum var sleppt á undanförnum dögum. Viðræður um gíslana eiga sér stað í gegnum yfirvöld í Katar, þar sem æðstu leiðtogar Hamas búa. Forsvarsmenn samtakanna hafa sagt að þeir muni ekki sleppa gíslum, verði gerð innrás. Ísraelskir hermenn í eftirlitsferð nærri landamærum Gasastrandarinnar.AP/Ohad Zwigenberg Hver dagur sagður hagnast Ísraelum Ísraelski miðillinn Haaretz segir ísraelska herinn bíða eftir skipunum frá ríkisstjórninni um innrás. Haft er eftir heimildarmönnum úr röðum ríkisstjórnar Netanjahús að þar sé talið betra sé að ana ekki út í innrás á Gasa. Hætta sé á því að átökin myndu vinda upp á sig og að stríðið gæti dreift úr sér. Sérstaklega sé litið til Líbanon og Hezbolla, sem eru hryðjuverkasamtök studd af Íran en þau ráða miklu í Líbanon. Forsvarsmenn hersins eru sagðir telja frekari undirbúning af hinum góða. Haaretz hefur eftir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa að hver dagur sem líði án innrásar hagnist Ísraelum. Loftárásir skaði Hamas á meðan Ísraelar fái tíma til að undirbúa sig. Hér að neðan má sjá drónamyndband frá AP fréttaveituni sem sýnir eftirmála loftárásar Ísraela á Gasaströndina.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Joe Biden Líbanon Íran Hernaður Tengdar fréttir Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09
Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36
Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44
Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. 22. október 2023 13:51