„Svo þegar þeir fara að dæma þá koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 13:01 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins. „Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
„Það var þungaviktarviðtal við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfara Hattar eftir þennan leik. Hann var ekki sáttur - bara mjög ósáttur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, áður en viðtalið við Viðar var sýnt. Viðar var afar ósáttur við dómara leiksins og lét óánægju sína í ljós. Hann talaði meðal annars um að sami dómarinn í dómaratríóinu bæri ábyrgð á öllum vafadómum leiksins. „Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi,“ sagði Viðar meðal annars eftir leik. Skilja pirring Viðars Þeir félagar í Körfuboltakvöldi, Stefán Árni, Teitur Örlygsson og Ómar Örn Sævarsson, ræddu um viðtalið í kjölfarið og þeir Teitur og Ómar segjast að einhverju leyti skilja pirring Viðars. „Ég veit nákvæmlega hvert hann er að fara og ég er að mörgu leyti bara mjög sammála honum,“ sagði Teitur. „Körfuboltinn er orðinn ofboðslega góður og ég ætla ekkert að segja að dómararnir séu ekki að reyna að halda í við það, mér finnst dómgæslan búin að skána. En það er samt sem áður fullt af dómurum í deildinni sem eru greinilega að æfa sig mjög mikið því það eru allir komnir með alveg hárréttar hreyfingar og standa á hárréttum stöðum og líta rosalega vel út, en svo þegar þeir fara að dæma þá grípur maður oft utan um hausinn og það koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar,“ sagði Teitur meðal annars, en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtalið við Viðar og umræða
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum