Ef þingflokksformaðurinn tæki niður frjálshyggjugleraugun Árni Guðmundsson skrifar 30. október 2023 11:30 Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Árni Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun