Ráðinn úr hópi 29 til að passa upp á fjármál Ríkisútvarpsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2023 15:23 Björn Þór hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. RÚV Björn Þór Hermannsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Starfið var auglýst í september og alls sóttu 29 um starfið. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Björn Þór Hermannsson er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Hann hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Hann var skipaður staðgengill skrifstofustjóra árið 2014 og skipaður skrifstofustjóri árið 2016 og hefur hann gegnt því starfi síðastliðinn sjö ár. Í vinnu sinni hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum ríkisins og hins opinbera og verið leiðandi í vinnu við áætlanagerð og stefnumótun í opinberum fjármálum og samhæfingu ríkisfjármála og fjármála sveitarfélaga. Í þeirri vinnu felst meðal annars að stýra undirbúningi og gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga, bæði innan ráðuneytisins og gagnvart öðrum ráðuneytum, auk þess að bera ábyrgð á útgjaldaáætlun ríkisins. „Björn Þór hefur í störfum sínum sinnt margvíslegum greiningum og komið að gerð og þróun ýmissa reiknilíkana. Hann hefur sinnt kynningum á stöðu ríkisfjármála og opinberra fjármála bæði innan stjórnsýslunnar en einnig gagnvart erlendum aðilum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þá tók hann virkan þátt í undirbúningi lagasetningar um opinber fjármál sem tóku gildi árið 2016 og síðar innleiðingu laganna, sem fólu í sér veigamiklar breytingar á áætlanagerð og stefnumörkun ríkisfjármála og opinberra fjármála frá því sem verið hafði,“ segir í tilkynningu. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á stefnumótun, umsjón og daglegri fjármálastjórnun RÚV, annast fjárhags- og rekstraráætlanagerð og eftirfylgni áætlana, ber ábyrgð á rekstrarlegri greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga, hefur yfirumsjón með bókhaldi og uppgjöri og fleiru. Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjöri, greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga. „Í ráðningarferlinu var staðfest að Björn Þór uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“ Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Björn Þór Hermannsson er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla. Hann hefur starfað á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Hann var skipaður staðgengill skrifstofustjóra árið 2014 og skipaður skrifstofustjóri árið 2016 og hefur hann gegnt því starfi síðastliðinn sjö ár. Í vinnu sinni hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur hann öðlast yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum ríkisins og hins opinbera og verið leiðandi í vinnu við áætlanagerð og stefnumótun í opinberum fjármálum og samhæfingu ríkisfjármála og fjármála sveitarfélaga. Í þeirri vinnu felst meðal annars að stýra undirbúningi og gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga, bæði innan ráðuneytisins og gagnvart öðrum ráðuneytum, auk þess að bera ábyrgð á útgjaldaáætlun ríkisins. „Björn Þór hefur í störfum sínum sinnt margvíslegum greiningum og komið að gerð og þróun ýmissa reiknilíkana. Hann hefur sinnt kynningum á stöðu ríkisfjármála og opinberra fjármála bæði innan stjórnsýslunnar en einnig gagnvart erlendum aðilum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þá tók hann virkan þátt í undirbúningi lagasetningar um opinber fjármál sem tóku gildi árið 2016 og síðar innleiðingu laganna, sem fólu í sér veigamiklar breytingar á áætlanagerð og stefnumörkun ríkisfjármála og opinberra fjármála frá því sem verið hafði,“ segir í tilkynningu. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á stefnumótun, umsjón og daglegri fjármálastjórnun RÚV, annast fjárhags- og rekstraráætlanagerð og eftirfylgni áætlana, ber ábyrgð á rekstrarlegri greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga, hefur yfirumsjón með bókhaldi og uppgjöri og fleiru. Leitað var að stjórnanda með þekkingu og reynslu af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjöri, greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga. „Í ráðningarferlinu var staðfest að Björn Þór uppfyllir vel þessar kröfur sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfsins.“
Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira