Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 07:41 Lise Klaveness er óhrædd við að gagnrýna forystu FIFA en fræg er ræða hennar frá ársþingi FIFA. Getty/Trond Tandberg Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness. FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness.
FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira