Einstakt peningasafn Freys á uppboð í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 07:56 Uppboðið hefst klukkan 16 þann 7. nóvember. Brrun Rasmussen Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby. Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher Íslenska krónan Danmörk Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher
Íslenska krónan Danmörk Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira