Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Viktor Örn Ásgeirsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. nóvember 2023 20:13 Dómurinn féll í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær. Dómsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær.
Dómsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira