Meintar farsímanjósnir ástæðan fyrir hnífsárás Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2023 22:21 Maðurinn sakaði nágranna sinn um að reyna að „hakka“ sig inn á Facebookið sitt. Myndin er úr safni. Getty Karlmaður var á föstudag sakfelldur í Héraðdómi Reykjaness fyrir líkamsárás í garð nágranna síns og fyrir að eyðileggja síma hans og stinga á dekk á bíl hans. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í nóvember árið 2021, í og við fjölbýlishús sem maðurinn og nágranninn áttu heima í. Í ákæru var verknaði mannsins lýst á þann veg að hann hafi fyrir framan anddyri íbúðar sinnar, togað í hettu á úlpu sem nágranni hans klæddist. Síðan hafi hann sveiflað hnífi í áttina að honum og hnífsblaðið farið í úlpuna. Í sömu andrá hafi nágrannanum tekist að smeygja sér úr úlpunni, sem fékk gat á sig fyrir vikið. Þá var manninum gefið að sök að hafa stigið ofan á Samsung-farsíma mannsins, sem féll í gólfið við árásina. Síðan hafi maðurinn farið út að bíl nágrannans og eiginkonu hans og stungið á bæði framdekk hans. Bæði farsíminn og dekkin hafi eyðilagst vegna þessa. Hafi reynt að hakka sig inn á Facebook Í lögregluskýrslu lýsti brotaþoli atvikum málsins þannig að hann hafi knúið dyra á íbúð mannsins og beðið um aðgang að sameiginlegri rafmagnstöflu þeirra. Í stað þess að verða við beiðninni hafi maðurinn snöggreiðst og sakað nágranna sinn um að „hakka“ sig inn á Facebookið sitt. Til þess hafi hann notað Samsung-símann sem málið varðar. Síðan hafi maðurinn framið umrædda árás. Eiginkona brotaþola segist hafa verið að ræða við hann í síma þegar þetta átti sér stað. Hún segist hafa heyrt manninn saka eiginmann hennar um Facebook-njósnir og jafnframt í sjálfri árásinni. Árásarmaðurinn, sem neitaði sök í málinu fyrir utan játningu um að stinga á dekk bílsins, sagði einnig að málið varðaði rafmagnsleysi. Þeir hefðu rifist sín á milli um hvort það stafaði af ofni heima hjá einum eða þvottavél hjá hinum. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm Maðurinn vildi þó meina að nágranninn hefði hótað sér barsmíðum og hrint sér. Þess vegna hafi hann tekið upp lítinn vasahníf, en einungis notað hann til að ógna brotaþola. Fram kemur að hann hafi ekki viljað ræða meintar ásakanir sínar um farsímanjósnir nágrannans. Það mál væri þessu óviðkomandi. Fyrir dómi bar frændi hnífamannsins vitni. Hann sagðist hafa rætt við manninn á bryggju skömmu eftir árásina. Hann hélt því fram að maðurinn hafi greinilega verið undir áhrifum fíkniefna og jafnvel í „paranojukasti“ þegar hann ræddi um meintar farsímanjósnir og atburðina. Frændinn sagði manninn hafa viðurkennt fyrir sér að hann hefði „rifið í einhvern strák“ og skorið á dekk. Hann hafi þó ekki ætlað sér að stinga manninn með hníf. Frændsemi jók trúverðugleika Dómurinn mat frásögn frændans trúverðuga. Sérstaklega í ljósi frændsemi hans og augljóss hlýhugar í garð mannsins. Frásagnir nágrannahjónanna þóttu einnig trúverðugar, en misræmi var til staðar í framburði árásarmannsins. Dómurinn sagði ekki hægt að líta fram hjá því. Maðurinn var sakfelldur og fékk 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Við ákvörðun refsingar minnist dómurinn á að hann hafi fyrir skömmu fengið dóm fyrir önnur brot. Er gefið sterklega til kynna að ákæruvaldið hefði átt að ákæra hann fyrir öll brotin saman. Þá fékk hann þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. „Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á því af hverju ekki var ákært fyrir öll brot ákærða í einu lagi, en þau voru framin á sama stað og með tæplega þriggja vikna millibili,“ segir í dómnum. Þá er manninum gert að greiða nágranna sínum 300 þúsund krónur í miskabætur. 200 þúsund í málskostnað og rétt tæplega 500 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Samfélagsmiðlar Nágrannadeilur Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í nóvember árið 2021, í og við fjölbýlishús sem maðurinn og nágranninn áttu heima í. Í ákæru var verknaði mannsins lýst á þann veg að hann hafi fyrir framan anddyri íbúðar sinnar, togað í hettu á úlpu sem nágranni hans klæddist. Síðan hafi hann sveiflað hnífi í áttina að honum og hnífsblaðið farið í úlpuna. Í sömu andrá hafi nágrannanum tekist að smeygja sér úr úlpunni, sem fékk gat á sig fyrir vikið. Þá var manninum gefið að sök að hafa stigið ofan á Samsung-farsíma mannsins, sem féll í gólfið við árásina. Síðan hafi maðurinn farið út að bíl nágrannans og eiginkonu hans og stungið á bæði framdekk hans. Bæði farsíminn og dekkin hafi eyðilagst vegna þessa. Hafi reynt að hakka sig inn á Facebook Í lögregluskýrslu lýsti brotaþoli atvikum málsins þannig að hann hafi knúið dyra á íbúð mannsins og beðið um aðgang að sameiginlegri rafmagnstöflu þeirra. Í stað þess að verða við beiðninni hafi maðurinn snöggreiðst og sakað nágranna sinn um að „hakka“ sig inn á Facebookið sitt. Til þess hafi hann notað Samsung-símann sem málið varðar. Síðan hafi maðurinn framið umrædda árás. Eiginkona brotaþola segist hafa verið að ræða við hann í síma þegar þetta átti sér stað. Hún segist hafa heyrt manninn saka eiginmann hennar um Facebook-njósnir og jafnframt í sjálfri árásinni. Árásarmaðurinn, sem neitaði sök í málinu fyrir utan játningu um að stinga á dekk bílsins, sagði einnig að málið varðaði rafmagnsleysi. Þeir hefðu rifist sín á milli um hvort það stafaði af ofni heima hjá einum eða þvottavél hjá hinum. Dómurinn féll í Héraðsdómi ReykjanessVísir/Vilhelm Maðurinn vildi þó meina að nágranninn hefði hótað sér barsmíðum og hrint sér. Þess vegna hafi hann tekið upp lítinn vasahníf, en einungis notað hann til að ógna brotaþola. Fram kemur að hann hafi ekki viljað ræða meintar ásakanir sínar um farsímanjósnir nágrannans. Það mál væri þessu óviðkomandi. Fyrir dómi bar frændi hnífamannsins vitni. Hann sagðist hafa rætt við manninn á bryggju skömmu eftir árásina. Hann hélt því fram að maðurinn hafi greinilega verið undir áhrifum fíkniefna og jafnvel í „paranojukasti“ þegar hann ræddi um meintar farsímanjósnir og atburðina. Frændinn sagði manninn hafa viðurkennt fyrir sér að hann hefði „rifið í einhvern strák“ og skorið á dekk. Hann hafi þó ekki ætlað sér að stinga manninn með hníf. Frændsemi jók trúverðugleika Dómurinn mat frásögn frændans trúverðuga. Sérstaklega í ljósi frændsemi hans og augljóss hlýhugar í garð mannsins. Frásagnir nágrannahjónanna þóttu einnig trúverðugar, en misræmi var til staðar í framburði árásarmannsins. Dómurinn sagði ekki hægt að líta fram hjá því. Maðurinn var sakfelldur og fékk 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm. Við ákvörðun refsingar minnist dómurinn á að hann hafi fyrir skömmu fengið dóm fyrir önnur brot. Er gefið sterklega til kynna að ákæruvaldið hefði átt að ákæra hann fyrir öll brotin saman. Þá fékk hann þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. „Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á því af hverju ekki var ákært fyrir öll brot ákærða í einu lagi, en þau voru framin á sama stað og með tæplega þriggja vikna millibili,“ segir í dómnum. Þá er manninum gert að greiða nágranna sínum 300 þúsund krónur í miskabætur. 200 þúsund í málskostnað og rétt tæplega 500 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Nágrannadeilur Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira