„Þetta er ekki kosningafundur“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 18:13 Donald Trump og lögmenn hans í dómsal í dag. AP/Brendan McDermid Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. Trump bar vitni í dag í máli þar sem hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Réttarhöldin eru til að ákveða refsingu Trumps. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Arthur Engoron, umræddur dómari sem situr í Hæstarétti New York, hefur nokkrum sinnum skammað Trump áður, sektað hann og jafnvel hótað því að fangelsa hann. Engoron hefur einnig reynt að múlbinda Trump varðandi aðstoðarkonu sína, sem Trump hefur ítrekað beitt sér gegn á samfélagsmiðlum. „Hr. Kise, getur þú stjórnað skjólstæðingi þínum?“ sagði Engoron við lögmann Trumps. „Þetta er ekki kosningafundur. Þetta er dómsalur.“ Síðan bætti hann við, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann vildi ekki heyra allt sem Trump hefði að segja. Hann hefði margt að segja um hluti sem kæmu málaferlunum eða spurningunum sem hann hafi verið spurður ekkert við. Sagði réttarhöldin skammarleg Við vitnaleiðslurnar ítrekaði Trump að í umsóknum sínum til banka og í gögnum til stofanna, var ákvæði um að upphæðir sem kæmu þar fram væru ómarktækar. Umrædd skjöl væru ómarktæk. Sjá einnig: „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Trump hélt því fram að í öðrum dómsmálum og á öðrum dómssviðum hefðu þessar klausur verið teknar góðar og gildar. Þá sagði hann dómsmálið gegn honum væri skammarlegt. Blaðamaður í salnum segir að Engoron hafi sagt vera búin að taka ákvörðun um klausuna í gögnum Trumps og hvatti hann til að lesa hana. „Þú hefur rangt fyrir þér í ákvörðuninni,“ sagði Trump. Trump monologues on the disclaimer clause.Judge: If you want to learn about the disclaimer clause, read my opinion for the first time.Trump: You re wrong about the opinion.— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) November 6, 2023 Skammaðist yfir óréttlátum réttarhöldum Trump skammaðist einnig yfir því að fjármálaskjöl frá 2014 væru til umfjöllunar í réttarhöldunum, því svo langt væri liðið að öll möguleg brot þeim tengd ættu að vera fyrnd. Hann sagði að eina ástæðan fyrir því að saksóknarar hefðu fengið að nota þau, væri að Engoron úrskurðaði alltaf gegn sér. Hann hélt því fram í dómsal í dag að réttarhöldin gegn honum væru óréttlát. Á einum tímapunkti hækkaði Trump róminn og sakaði Engoron um að hafa sakfellt Trump án þess að vita nokkuð um sig. „Hann úrskurðaði gegn mér og sagði að ég væri prettari áður en hann vissi nokkuð um mig. Prettirnir eru hjá dómstólnum, ekki mér,“ sagði Trump. „Ertu búinn?“ spurði Kevin Wallace, saksóknari sem leiddi vitnaleiðslu Trumps, eftir raus hans. „Búinn,“ svaraði Trump. Trump sakaði Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis, einnig um að reyna að fella pólitískar keilur með málaferlunum gegn sér. Trump sagði hana vilja verða ríkisstjóri á grunni þessara málaferla. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum og er það fyrir utan umrædd réttarhöld í New York sem fjallað er um hér að ofan. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. 26. október 2023 08:24 Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Trump bar vitni í dag í máli þar sem hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Réttarhöldin eru til að ákveða refsingu Trumps. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Arthur Engoron, umræddur dómari sem situr í Hæstarétti New York, hefur nokkrum sinnum skammað Trump áður, sektað hann og jafnvel hótað því að fangelsa hann. Engoron hefur einnig reynt að múlbinda Trump varðandi aðstoðarkonu sína, sem Trump hefur ítrekað beitt sér gegn á samfélagsmiðlum. „Hr. Kise, getur þú stjórnað skjólstæðingi þínum?“ sagði Engoron við lögmann Trumps. „Þetta er ekki kosningafundur. Þetta er dómsalur.“ Síðan bætti hann við, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hann vildi ekki heyra allt sem Trump hefði að segja. Hann hefði margt að segja um hluti sem kæmu málaferlunum eða spurningunum sem hann hafi verið spurður ekkert við. Sagði réttarhöldin skammarleg Við vitnaleiðslurnar ítrekaði Trump að í umsóknum sínum til banka og í gögnum til stofanna, var ákvæði um að upphæðir sem kæmu þar fram væru ómarktækar. Umrædd skjöl væru ómarktæk. Sjá einnig: „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Trump hélt því fram að í öðrum dómsmálum og á öðrum dómssviðum hefðu þessar klausur verið teknar góðar og gildar. Þá sagði hann dómsmálið gegn honum væri skammarlegt. Blaðamaður í salnum segir að Engoron hafi sagt vera búin að taka ákvörðun um klausuna í gögnum Trumps og hvatti hann til að lesa hana. „Þú hefur rangt fyrir þér í ákvörðuninni,“ sagði Trump. Trump monologues on the disclaimer clause.Judge: If you want to learn about the disclaimer clause, read my opinion for the first time.Trump: You re wrong about the opinion.— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) November 6, 2023 Skammaðist yfir óréttlátum réttarhöldum Trump skammaðist einnig yfir því að fjármálaskjöl frá 2014 væru til umfjöllunar í réttarhöldunum, því svo langt væri liðið að öll möguleg brot þeim tengd ættu að vera fyrnd. Hann sagði að eina ástæðan fyrir því að saksóknarar hefðu fengið að nota þau, væri að Engoron úrskurðaði alltaf gegn sér. Hann hélt því fram í dómsal í dag að réttarhöldin gegn honum væru óréttlát. Á einum tímapunkti hækkaði Trump róminn og sakaði Engoron um að hafa sakfellt Trump án þess að vita nokkuð um sig. „Hann úrskurðaði gegn mér og sagði að ég væri prettari áður en hann vissi nokkuð um mig. Prettirnir eru hjá dómstólnum, ekki mér,“ sagði Trump. „Ertu búinn?“ spurði Kevin Wallace, saksóknari sem leiddi vitnaleiðslu Trumps, eftir raus hans. „Búinn,“ svaraði Trump. Trump sakaði Letitu James, ríkissaksóknara New York-ríkis, einnig um að reyna að fella pólitískar keilur með málaferlunum gegn sér. Trump sagði hana vilja verða ríkisstjóri á grunni þessara málaferla. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum og er það fyrir utan umrædd réttarhöld í New York sem fjallað er um hér að ofan. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum og er það fyrir utan umrædd réttarhöld í New York sem fjallað er um hér að ofan. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20 Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. 26. október 2023 08:24 Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. 6. nóvember 2023 07:20
Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök. 31. október 2023 14:30
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46
Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. 26. október 2023 08:24
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29