Dæmd fyrir að aka vísvitandi á konu á bílaplani Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 11:14 Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekið vísvitandi á konu á bílaplani við verslun Nettó í júní 2021. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira