Telur Ísland geta byggt á þessu fyrir mögulegt umspil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:50 Á hliðarlínunni. Octavio Passos/Getty Images „Við höfum verið að reyna mismunandi hluti en ég tel okkur hafa fundið kerfið og hvernig við viljum spila,“ sagði Åge Hareide eftir 2-0 tap Íslands gegn Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti