Mega hýsa síðu sem kortleggur gyðinga Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 11:02 Kortið nær helst til gyðinga í Massachusetts-ríki. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim. ADL höfðaði málið á hendur íslenska vefhýsingarfyrirtækinu 1984 ehf., sem hýsir síðuna mapliberation.org, eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði kröfu samtakanna um lögbann við hýsingunni. Samtökin, sem eru samtök bandarískra gyðinga, fóru fram á lögbannið á þeim grundvelli að efni síðunnar hvetji til kynþáttahaturs og ofbeldis. 1984 bar hins vegar fyrir sig að efni síðunnar rúmaðist innan marka tjáningarfrelsis viðskiptavinar fyrirtækisins. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts-ríki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Ekki hatursorðræða Í niðurstöðu héraðsdóms segir að skilgreining á hatursorðræðu í almennum hegningarlögum og aðrar skilgreiningar sem ADL vísar til eiga það flestar eða allar sammerkt að tjáningin sem um ræðir þarf að beinast að einstaklingum eða hópi einstaklinga og þá vegna tiltekinna þátta sem einkenna þá, svo sem þjóðernis, kynþáttar eða annars. Þrátt fyrir að ADL byggi á öðrum þræði á því í málinu að um refsivert brot gegn þessu ákvæði almennra hegningarlaga sé að ræða verði ekki af gögnum málsins séð að samtökin hafi látið á slíkt reyna, með kæru og kröfu um opinbera rannsókn til þar til bærra yfirvalda, hvort heldur sem er hér á landi eða í sínu heimalandi. Þá segir að að því leyti sem málið kunni að snúast um birtingu á nöfnum fleiri einstaklinga sem starfa fyrir samtökin á vefsíðunni sé málið ekki nægilega reifað af hálfu samtakanna, þar á meðal varðandi umboð þeirra til að bera fyrir sig lögvarða hagsmuni þess fólks. Aðrar málsástæður vanreifaðar Af ofangreindum ástæðum var meginmálsástæðu samtakanna, um að á vefsíðunni væri að finna hatursorðræðu, hafnað. Þá segir um aðra málsástæðu samtakanna, að friðhelgi einkalífs samtakanna eigi að vega þyngra en það tjáningarfrelsi við árekstur þeirra réttinda, þrátt fyrir að ekki sé hér fallist á að um hatursorðræðu sé að ræða, að sú málsástæða hafi alls ekki verið nægilega reifuð. Þá yrði að benda á það að samtökin eru stór, rótgróin og fjársterk samtök sem þurfa, eins og starfsemi þeirra og tilgangi er háttað, að þola gagnrýna umfjöllun, jafnvel harkalega og ómálefnalega. „Þegar um er að ræða mikilsverð málefni sem eiga erindi til almennings, eins og hér á við, verður tjáningarfrelsið einnig síður skert en ella. Verður þessari hugsanlegu málsástæðu sóknaraðila því einnig hafnað.“ Því var öllum kröfum ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðunnar, hafnað. Þá var ADL gert að greiða 1984 ehf. 1,3 milljónir króna í málskostnað. Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15. júlí 2022 06:23 Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. 17. nóvember 2023 14:37 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
ADL höfðaði málið á hendur íslenska vefhýsingarfyrirtækinu 1984 ehf., sem hýsir síðuna mapliberation.org, eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði kröfu samtakanna um lögbann við hýsingunni. Samtökin, sem eru samtök bandarískra gyðinga, fóru fram á lögbannið á þeim grundvelli að efni síðunnar hvetji til kynþáttahaturs og ofbeldis. 1984 bar hins vegar fyrir sig að efni síðunnar rúmaðist innan marka tjáningarfrelsis viðskiptavinar fyrirtækisins. Á síðunni eru skráð nöfn, heimilisföng og fleiri upplýsingar um gyðinga, stofnanir og fyrirtæki í þeirra eigu í Massachusetts-ríki. Meðal annars skóla og þjónustumiðstöðvar fyrir fatlað fólk. Heimilisföngin eru svo tengd á korti, sem heiti vefsíðunnar vísar til. Samkvæmt síðunni er tilgangurinn með birtingu heimilisfanganna að „upplýsa um staðbundnar einingar og kerfi sem valda eyðileggingu, svo við getum tekið þær í sundur. Allar einingar hafa heimilisfang, öll kerfi geta verið trufluð.“ Eru viðkomandi sökuð um að styðja við síonisma og nýlendustefnu Ísraels. Ekki hatursorðræða Í niðurstöðu héraðsdóms segir að skilgreining á hatursorðræðu í almennum hegningarlögum og aðrar skilgreiningar sem ADL vísar til eiga það flestar eða allar sammerkt að tjáningin sem um ræðir þarf að beinast að einstaklingum eða hópi einstaklinga og þá vegna tiltekinna þátta sem einkenna þá, svo sem þjóðernis, kynþáttar eða annars. Þrátt fyrir að ADL byggi á öðrum þræði á því í málinu að um refsivert brot gegn þessu ákvæði almennra hegningarlaga sé að ræða verði ekki af gögnum málsins séð að samtökin hafi látið á slíkt reyna, með kæru og kröfu um opinbera rannsókn til þar til bærra yfirvalda, hvort heldur sem er hér á landi eða í sínu heimalandi. Þá segir að að því leyti sem málið kunni að snúast um birtingu á nöfnum fleiri einstaklinga sem starfa fyrir samtökin á vefsíðunni sé málið ekki nægilega reifað af hálfu samtakanna, þar á meðal varðandi umboð þeirra til að bera fyrir sig lögvarða hagsmuni þess fólks. Aðrar málsástæður vanreifaðar Af ofangreindum ástæðum var meginmálsástæðu samtakanna, um að á vefsíðunni væri að finna hatursorðræðu, hafnað. Þá segir um aðra málsástæðu samtakanna, að friðhelgi einkalífs samtakanna eigi að vega þyngra en það tjáningarfrelsi við árekstur þeirra réttinda, þrátt fyrir að ekki sé hér fallist á að um hatursorðræðu sé að ræða, að sú málsástæða hafi alls ekki verið nægilega reifuð. Þá yrði að benda á það að samtökin eru stór, rótgróin og fjársterk samtök sem þurfa, eins og starfsemi þeirra og tilgangi er háttað, að þola gagnrýna umfjöllun, jafnvel harkalega og ómálefnalega. „Þegar um er að ræða mikilsverð málefni sem eiga erindi til almennings, eins og hér á við, verður tjáningarfrelsið einnig síður skert en ella. Verður þessari hugsanlegu málsástæðu sóknaraðila því einnig hafnað.“ Því var öllum kröfum ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðunnar, hafnað. Þá var ADL gert að greiða 1984 ehf. 1,3 milljónir króna í málskostnað. Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15. júlí 2022 06:23 Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. 17. nóvember 2023 14:37 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15. júlí 2022 06:23
Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. 17. nóvember 2023 14:37