Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. nóvember 2023 15:01 Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun