Ófært Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifa 23. nóvember 2023 10:30 Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Rangárþing eystra Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar