Vilt þú kaupa vöru sem er framleidd í ólöglegri landtökubyggð Ísraels í Palestínu? Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun