Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Friðleifur E. Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2023 10:01 Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF)
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar