Lítum ekki undan Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 14:00 Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun