Til stjórnar Breiðabliks Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2023 10:01 Þann 30. nóvember n.k. á knattspyrnulið Breiðabliks að leika gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Af því tilefni sendi ég ykkur þetta bréf og áskorun um að hætta við fyrirhugaðan leik gegn Maccabi Tel Aviv. Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst börn og mæður. Nær helmingur Gazabúa eru börn að aldri og stöðugar loftárásir og fallbyssuskothríð hefur leitt til dauða um sexþúsund barna auk þess eru á annað þúsund börn föst undir rústum heimila sinna og vonlítið að þau séu á lífi eftir marga daga án vatns og næringar. Hvaða afstöðu sem menn hafa gagnvart Hamas og aðgerðum þeirra þá getur engin manneskja með réttlætiskennd fallist á framferði Ísraelsstjórnar og hersins sem hún hefur sent á vettvang. Hrannmorð á börnum og almennum borgurum er stríðsglæpur sem aldrei má líða. Vestræn stjórnvöld hafa, þrátt fyrir margítrekuð brot Ísraels á alþjóðasáttmálum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, slegið skjaldborg um framferði Ísraels með yfirlýsingum um að „Ísrael hefur rétt til að verja sig“. Þá hlýtur sú spurning að vakna - hvað er það sem Ísrael er að verja? Er það landránið á Vesturbakkanum? Er það bygging ólöglega aðskilnaðarmúrsins? Er það hið áratuga langa hernám og eyðilegging heimila Palestínumanna með stórvirkum jarðýtum, eða eru það morðin á tugþúsundum Palestínumanna sem hernámsliðið hefur drepið? Ísrael er í raun að verja allt þetta og einnig apartheidstefnuna, rasismann og nýlendustefnuna sem þeir framfylgja af æ meira krafti á Vesturbakkanum og hyggjast nú hertaka Gaza að fullu. Þegar stjórnvöld Vesturlanda bregðast ekki við brotum á alþjóðalögum með refsiaðgerðum líkt og gert er gagnvart Rússlandi núna og var gert á sínum tíma gagnvart stjórn aðskilnaðarstefnu grundvölluð á rasisma í S - Afríku, þá verður almenningur að taka til sinna ráða. Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun. Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi. Höfundur er formaður FÍP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember n.k. á knattspyrnulið Breiðabliks að leika gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Af því tilefni sendi ég ykkur þetta bréf og áskorun um að hætta við fyrirhugaðan leik gegn Maccabi Tel Aviv. Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst börn og mæður. Nær helmingur Gazabúa eru börn að aldri og stöðugar loftárásir og fallbyssuskothríð hefur leitt til dauða um sexþúsund barna auk þess eru á annað þúsund börn föst undir rústum heimila sinna og vonlítið að þau séu á lífi eftir marga daga án vatns og næringar. Hvaða afstöðu sem menn hafa gagnvart Hamas og aðgerðum þeirra þá getur engin manneskja með réttlætiskennd fallist á framferði Ísraelsstjórnar og hersins sem hún hefur sent á vettvang. Hrannmorð á börnum og almennum borgurum er stríðsglæpur sem aldrei má líða. Vestræn stjórnvöld hafa, þrátt fyrir margítrekuð brot Ísraels á alþjóðasáttmálum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, slegið skjaldborg um framferði Ísraels með yfirlýsingum um að „Ísrael hefur rétt til að verja sig“. Þá hlýtur sú spurning að vakna - hvað er það sem Ísrael er að verja? Er það landránið á Vesturbakkanum? Er það bygging ólöglega aðskilnaðarmúrsins? Er það hið áratuga langa hernám og eyðilegging heimila Palestínumanna með stórvirkum jarðýtum, eða eru það morðin á tugþúsundum Palestínumanna sem hernámsliðið hefur drepið? Ísrael er í raun að verja allt þetta og einnig apartheidstefnuna, rasismann og nýlendustefnuna sem þeir framfylgja af æ meira krafti á Vesturbakkanum og hyggjast nú hertaka Gaza að fullu. Þegar stjórnvöld Vesturlanda bregðast ekki við brotum á alþjóðalögum með refsiaðgerðum líkt og gert er gagnvart Rússlandi núna og var gert á sínum tíma gagnvart stjórn aðskilnaðarstefnu grundvölluð á rasisma í S - Afríku, þá verður almenningur að taka til sinna ráða. Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun. Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi. Höfundur er formaður FÍP.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun