Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 17:02 Árásin á að hafa átt sér stað í nágrenni við Elliðavatn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira