Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 17:02 Árásin á að hafa átt sér stað í nágrenni við Elliðavatn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent