Piltar grunaðir um alvarlega hópárás í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 17:02 Árásin á að hafa átt sér stað í nágrenni við Elliðavatn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu, og rán sem eiga að hafa átt sér stað í Kópavogi í ágúst á þessu ári. Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þeir sem eru grunaðir í málinu eru ungir piltar eða menn og nokkrir talsins. Brotaþolinn er samkvæmt heimildum Vísis á sama aldri. Landsréttur úrskurðaði í málinu í gær, en í úrskurðinum kemur fram að þau brot sem eru til rannsóknar geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Með úrskurðinum fær lögregla heimild til að skoða síma konu sem tengist málinu, en þegar atvik málsins áttu sér stað var hún kærasta eins sakborningsins. Lögreglu grunar jafnframt að hún hafi sótt einn þeirra sem grunaður er í málinu. Landsréttur hefur gefið lögreglu heimild til að rannsaka síma konu sem var unnusta manns sem er grunaður í málinu.Vísir/Vilhelm Fram kemur að konan hafi neitað að svara hvort raunin sé sú. Hún hafi ekki viljað tjá sig um mögulega aðild sína, hvar hún hafi verið og með hverjum þegar brotin áttu sér stað. Þá hafi hún neitað að segja til um hvort einn þeirra grunuðu hafi verið kærasti hennar. Lögreglan taldi mikilvægt að fá síma konunnar til að upplýsa um málið og komast að hlut hvers og eins í því. Samkvæmt heimildum Vísis fór myndband af árásinni í dreifingu. Ekki liggur fyrir hvort lögreglan hafi haft það í huga þegar það gerði kröfu um að komast í síma konunnar. Í úrskurðinum kemur fram að meint brot hafi átt sér stað í Kópavogi kvöldið fjórtánda ágúst. Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað í nágrenni við Elliðavatn Líkt og áður segir varðar málið kynferðisbrot, líkamsárás, frelsisviptingu og rán. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira