Sex lífeyrissjóðir í óvissu eftir nýjan dóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:37 Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og talskona Lífeyrissjóðs verslunarmanna í málinu. Vísir Miklar líkur eru á að Lífeyrissjóður verzlunarmanna áfrýi dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti í gær breytingar á lífeyrisréttindum hjá sjóðnum eftir aldri. Þetta segir lögmaður sjóðsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir nokkra lífeyrissjóði en nú er verið er að reikna kostnaðinn út yrði þetta endanlega niðurstaða. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira