Sport

Í beinni: Úr­slit Ís­lands­mótsins í Fischer-slembiskák

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mót Chess After Dark drengjanna hefst klukkan 13:00.
Mót Chess After Dark drengjanna hefst klukkan 13:00.

Úrslit Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák fara fram í dag en mótið er haldið af hlaðvarpsstrákunum í Chess After Dark.

Hægt er að fylgjast með úrslitunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Leikar hefjast klukkan 13:00.

Áður fóru undanrásir mótsins fram á miðvikudagskvöld og undanúrslit í gærkvöldi. Þar kepptu tíu efstu í sem tryggt höfðu sér þáttökurétt í undanrásunum.

Úrslit fara fram að loknu hefðbundnu níu umferða móti þar sem fjórir efstu komast áfram. Loks verður spilað þriggja skáka einvígi og sama fyrirkomulag fyrir gullið og bronsið.

Veglegir vinningar eru í boði. 165 þúsund krónur í fyrstu verðlaun, 110 þúsund í önnur verðlaun og 55 þúsund krónur fyrir þann sem kemst í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×