Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:26 Til stendur að vísa tólf ára dreng frá Palestínu úr landi án fjölskyldu sinnar. Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra. Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum. Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum.
Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira