Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 13:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira