Höldum áfram að brjóta niður manngerða múra! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 4. desember 2023 14:00 Alþjóðadagur fatlaðs fólks var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, 3. desember. Meginstef dagsins að þessu sinni var „Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanana með og fyrir fatlað fólk.“ Ástæða þess að þetta meginstef var valið núna er sú að ástandið í heiminum hefur leitt til þess innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ekki gengið sem skyldi. Árangurinn er langt undir væntingum og á mörgum sviðum hafa framfarir stöðvast eða staðan versnað miðað við árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þetta er óásættanlegt og þessu verðum við að breyta! Þeir fátækustu og berskjölduðustu verða ávallt verst úti á krepputímum og í óvissuástandi. Bráðabirgðarniðurstöður úr væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fötlun og þróun fyrir árið 2023 benda til þess að ríki heims eigi langt í land með að uppfylla heimsmarkmiðin fyrir fatlað fólk. Við viljum því skora á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur öll saman og hvert og eitt til að leggja lið og styðja með ráði og dáð vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna og bjóða fötluð fólki sæti við borðið. Það skiptir sköpum að hlustað sé eftir röddum, þörfum og reynslu fatlaðs fólks Markmiðið með alþjóðlegum degi fatlaðs fólks er að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk taki virkan þátt á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum. Þroskahjálp hélt fyrst upp á daginn 1993 með því að veita viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim sem hafa látið mikið til sín taka við að brjóta miður múra, ryðja úr vegi manngerðum hindrunum, berjast gegn fordómum og breyta viðhorfum almennings og stjórnvalda og stuðla þannig að því að allt fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir, múrbrjótarnir, eru smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Í ár bárust Þroskahjálp margar og mjög góðar tilnefningar til múrbrjóts-viðurkenningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þær allar. Valið var svo sannarlega erfitt en þeir sem voru valdir sem múrbjótar fyrir árið 2023 eru: Dagur Steinn Elvu Ómarsson Fyrir baráttu sína gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi. Dagur Steinn hefur í gegnum árin haft óþrjótandi áhuga, elju og þrautseigju við að brjóta niður staðalímyndir um fatlað fólk. Á þessu ári hefur hann sérstaklega beint sjónum að aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks á stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með þeim árangri að í framtíðinni verður tekið tillit til fatlaðs fólks og þeirra staðreyndar að í hópi fatlaðs fólk leynast að sjálfsögðu margir lífsglaðir og öflugir djammarar. Dagur Steinn hefur verið afar duglegur að deila baráttumálum sínum á samfélagsmiðlum og er með hlaðvarp Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál er varða fatlað fólk almennt og fjallar um líf sitt, íþróttir, áskoranir, gleði og djammið. Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld með hvatningu til að gera betur. Hann hefur fyllt Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem hann var með uppistand. Listvinnzlan Fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem hefur inngildingu að leiðarljósi og býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk til þátttöku í listalífi, svo sem við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar fólk við að kaupa í listaverk. Í Listvinnzlunni verður starfsrækt gallerí sem býður upp á vettvang þar sem fatlað fólk getur unnið að list sinni og fengið einstaklingsbundinn stuðning þar sem öll tilheyra og hanna hvert og eitt umgjörð um starf sitt og hafa af því atvinnu. Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson Fyrir heimildarleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf’’. Nú er í Borgarleikhúsinu verið að sýna heimildarleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunnni ,,Fúsi: Aldur og fyrri störf‘‘ fer Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsi, yfir ævi sína og valin atriði úr hans fjölbreytta lífi með aðstoð leikara og söngvara. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem leikrit er sett upp sem er um, eftir og leikið af leikara með þroskahömlun. Fúsi hefur mætt mörgum hindrunum í lífi sínu sem hafa ekki beygt hann eða bugað heldur eflt hann og hvatt áfram til að lífa lífinu til hins ýtrasta og njóta hvers dags. Hann er mikill húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari og lífskúntner. Hann gefst aldrei upp og er mikil fyrirmynd. Sýningin byggist á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans tók í Covid faraldrinum en þá áttu þeir frændur margar samverustundir. Við óskum Múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2023 innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim öllum fyrir það hugrekki, þrautseigju og framsækni sem þau hafa sýnt með orðum sínum og verkum. Með því hafa þau brotið stór skörð í vonda hindrana-múrinn. Höldum áfram að standa saman í því að brjóta niður manngerða múra, látum í okkur heyra og síðast en ekki síst eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólks var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, 3. desember. Meginstef dagsins að þessu sinni var „Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanana með og fyrir fatlað fólk.“ Ástæða þess að þetta meginstef var valið núna er sú að ástandið í heiminum hefur leitt til þess innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ekki gengið sem skyldi. Árangurinn er langt undir væntingum og á mörgum sviðum hafa framfarir stöðvast eða staðan versnað miðað við árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þetta er óásættanlegt og þessu verðum við að breyta! Þeir fátækustu og berskjölduðustu verða ávallt verst úti á krepputímum og í óvissuástandi. Bráðabirgðarniðurstöður úr væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fötlun og þróun fyrir árið 2023 benda til þess að ríki heims eigi langt í land með að uppfylla heimsmarkmiðin fyrir fatlað fólk. Við viljum því skora á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur öll saman og hvert og eitt til að leggja lið og styðja með ráði og dáð vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna og bjóða fötluð fólki sæti við borðið. Það skiptir sköpum að hlustað sé eftir röddum, þörfum og reynslu fatlaðs fólks Markmiðið með alþjóðlegum degi fatlaðs fólks er að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk taki virkan þátt á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum. Þroskahjálp hélt fyrst upp á daginn 1993 með því að veita viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim sem hafa látið mikið til sín taka við að brjóta miður múra, ryðja úr vegi manngerðum hindrunum, berjast gegn fordómum og breyta viðhorfum almennings og stjórnvalda og stuðla þannig að því að allt fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir, múrbrjótarnir, eru smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Í ár bárust Þroskahjálp margar og mjög góðar tilnefningar til múrbrjóts-viðurkenningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þær allar. Valið var svo sannarlega erfitt en þeir sem voru valdir sem múrbjótar fyrir árið 2023 eru: Dagur Steinn Elvu Ómarsson Fyrir baráttu sína gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi. Dagur Steinn hefur í gegnum árin haft óþrjótandi áhuga, elju og þrautseigju við að brjóta niður staðalímyndir um fatlað fólk. Á þessu ári hefur hann sérstaklega beint sjónum að aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks á stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með þeim árangri að í framtíðinni verður tekið tillit til fatlaðs fólks og þeirra staðreyndar að í hópi fatlaðs fólk leynast að sjálfsögðu margir lífsglaðir og öflugir djammarar. Dagur Steinn hefur verið afar duglegur að deila baráttumálum sínum á samfélagsmiðlum og er með hlaðvarp Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál er varða fatlað fólk almennt og fjallar um líf sitt, íþróttir, áskoranir, gleði og djammið. Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld með hvatningu til að gera betur. Hann hefur fyllt Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem hann var með uppistand. Listvinnzlan Fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem hefur inngildingu að leiðarljósi og býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk til þátttöku í listalífi, svo sem við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar fólk við að kaupa í listaverk. Í Listvinnzlunni verður starfsrækt gallerí sem býður upp á vettvang þar sem fatlað fólk getur unnið að list sinni og fengið einstaklingsbundinn stuðning þar sem öll tilheyra og hanna hvert og eitt umgjörð um starf sitt og hafa af því atvinnu. Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson Fyrir heimildarleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf’’. Nú er í Borgarleikhúsinu verið að sýna heimildarleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunnni ,,Fúsi: Aldur og fyrri störf‘‘ fer Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsi, yfir ævi sína og valin atriði úr hans fjölbreytta lífi með aðstoð leikara og söngvara. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem leikrit er sett upp sem er um, eftir og leikið af leikara með þroskahömlun. Fúsi hefur mætt mörgum hindrunum í lífi sínu sem hafa ekki beygt hann eða bugað heldur eflt hann og hvatt áfram til að lífa lífinu til hins ýtrasta og njóta hvers dags. Hann er mikill húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari og lífskúntner. Hann gefst aldrei upp og er mikil fyrirmynd. Sýningin byggist á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans tók í Covid faraldrinum en þá áttu þeir frændur margar samverustundir. Við óskum Múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2023 innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim öllum fyrir það hugrekki, þrautseigju og framsækni sem þau hafa sýnt með orðum sínum og verkum. Með því hafa þau brotið stór skörð í vonda hindrana-múrinn. Höldum áfram að standa saman í því að brjóta niður manngerða múra, látum í okkur heyra og síðast en ekki síst eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar