Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki Hjálmtýr Heiðdal skrifar 7. desember 2023 18:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun