Málskilningur er forsenda lesskilnings Sæunn Kjartansdóttir og Stefanía B. Arnardóttir skrifa 9. desember 2023 11:30 Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Íslensk tunga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar