Friðarhugvekja Guðjón Jensson skrifar 10. desember 2023 13:31 Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun