Fátækt: Pólitísk stefna eða náttúrulögmál? Halldóra Mogensen skrifar 12. desember 2023 10:00 Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Félagsmál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun