Jón nýr prófessor við verkfræðideild HR Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2023 11:02 Jón Guðnason. HR Dr. Jón Guðnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá skólanum segir að Jón hafi starfað við verkfræðideild HR frá árinu 2009. Deildin hafi þá aðeins verið starfandi í fjögur ár og hafi Jón því tekið afar virkan þátt í að byggja deildina upp og stofna og þróa ýmis lykilnámskeið, sérstaklega innan rafmagnsverkfræðinnar. „Jón hefur unnið að rannsóknum sem beinast að notkun merkjafræði og vélnámi í greiningu tals og þróun talmálstækni. Hann hefur sérhæft sig í að greina raddbandasveiflur til að sía talmerki og vinna úr þeim raddlindarmerki. Með þessari nálgun á greiningu tals er hægt að greina ýmis konar raddgæði og máltengd einkenni, og hefur hún til dæmis nýst í erfðafræðirannsóknum og greiningu á stressi í tali. Þá hefur Jón stýrt rannsóknum og þróunarverkefnum í máltækni fyrir íslenskt talmál. Þetta hefur til að mynda skilað sér í innleiðingu á íslenskri talgreiningu í kerfum frá Google og Microsoft, sem og í sjálfvirkri ræðuritun hjá útgáfusviði Alþingis. Síðustu misseri hefur Jón rannsakað notkun talgreiningar fyrir sjálfvirka framburðarþjálfun fyrir kennslu í íslensku og þróun nýrrar tíma og tíðni framsetningar á talmerkjum. Jón er afkastamikill vísindamaður og hafa niðurstöður rannsókna hans reglulega birst í fræðitímaritum og verið kynntar á alþjóðlegum ráðstefnum. Hann lauk doktorsprófi í merkjafræði frá Imperial College London árið 2007, meistaraprófi í merkjafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá sama skóla árið 1999,“ segir í tilkynningunni. Háskólar Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Í tilkynningu frá skólanum segir að Jón hafi starfað við verkfræðideild HR frá árinu 2009. Deildin hafi þá aðeins verið starfandi í fjögur ár og hafi Jón því tekið afar virkan þátt í að byggja deildina upp og stofna og þróa ýmis lykilnámskeið, sérstaklega innan rafmagnsverkfræðinnar. „Jón hefur unnið að rannsóknum sem beinast að notkun merkjafræði og vélnámi í greiningu tals og þróun talmálstækni. Hann hefur sérhæft sig í að greina raddbandasveiflur til að sía talmerki og vinna úr þeim raddlindarmerki. Með þessari nálgun á greiningu tals er hægt að greina ýmis konar raddgæði og máltengd einkenni, og hefur hún til dæmis nýst í erfðafræðirannsóknum og greiningu á stressi í tali. Þá hefur Jón stýrt rannsóknum og þróunarverkefnum í máltækni fyrir íslenskt talmál. Þetta hefur til að mynda skilað sér í innleiðingu á íslenskri talgreiningu í kerfum frá Google og Microsoft, sem og í sjálfvirkri ræðuritun hjá útgáfusviði Alþingis. Síðustu misseri hefur Jón rannsakað notkun talgreiningar fyrir sjálfvirka framburðarþjálfun fyrir kennslu í íslensku og þróun nýrrar tíma og tíðni framsetningar á talmerkjum. Jón er afkastamikill vísindamaður og hafa niðurstöður rannsókna hans reglulega birst í fræðitímaritum og verið kynntar á alþjóðlegum ráðstefnum. Hann lauk doktorsprófi í merkjafræði frá Imperial College London árið 2007, meistaraprófi í merkjafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá sama skóla árið 1999,“ segir í tilkynningunni.
Háskólar Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira