Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2023 21:36 Málið var tekið fyrir á bæjarþingi í Hafnarfirði árið 1965. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur. Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Haustið 1965 var mál móðurinnar tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar og tveimur árum síðar var felldur dómur í því. Endurtekin blóðflokkarannsókn leiddi í ljós að útilokað væri að annar maðurinn væri faðir barnsins, en hinn væri það mögulega. Móðurinni var gert að vinna fyllingareið, sem er eiður sem kona sver til staðfestingar um barnsfaðerni hennar. Hefði hún unnið eiðinn hefði maðurinn, sem samkvæmt rannsókninni var mögulegur faðir barnsins, verið álitin faðir þess. En myndi hún ekki vinna eiðinn yrði maðurinn sýknaður af kröfum konunnar, og svo varð. Frá uppkvaðningu dómsins, í ágúst 1967, hafði konan fjórar vikur til að vinna eiðinn. Hún lést árið 1975 og engin gögn hafa fundist um eiðstaf hennar. Lagði til nýjar rannsóknir Sonur konunnar vísaði málinu til Endurupptökudómstóls í mars á þessu ári. Hann sagði mikilvæga hagsmuni sína í því að faðerni hans yrði leitt í ljós og vísaði til barnalaga þar sem að segir að börn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína. Hann sagði ljóst að mögulegi faðirinn væri faðir sinn, og lagði til að hann og einn afkomandi föðurins myndu gangast undir frekari blóðrannsóknir til að skera endanlega út um faðernið, enda væru erfðarannsóknir nútímans talsvert fullkomnari en þær sem voru gerðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Gagnaðilar málsins, sem eru afkomendur mannanna tveggja, lögðust gegn þessu og sögðu ekki tilefni til endurupptöku. Til að mynda vegna þess að þeir vildu meina að maðurinn væri í raun ekki að krefjast nýrrar niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarðar. Endurupptökudómstóll hafnaði kröfu mannsins vegna þess að hann höfðaði málið sem hann krafðist endurupptöku á ekki sjálfur.
Dómsmál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira