Upplýsingaóreiðan í matarboðinu Skúli Bragi Geirdal skrifar 18. desember 2023 07:31 „Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi“ Jæja, nú byrjar hún enn og aftur upplýsingaóreiðan í matarboðinu. Einn ástsælasti samkvæmisleikur þjóðarinnar þar sem öll fjölskyldan keppist heila kvöldstund að skiptast á sláandi staðreyndum, slúðri og sögusögnum án þess að þurfa nokkurn tímann að geta heimilda. Upplýsingaóreiðan í matarboðinu! Nýtt borðspil fyrir alla fjölskylduna. Allir geta tekið þátt og enginn undirbúningur nauðsynlegur. Sigurvegarinn er sá sem hefur hæst, kemur með ótrúlegustu söguna og er duglegastur að þagga niður í öðrum við borðið með sínum eigin sannleik. Dálítið eins og á samfélagsmiðlum... „Hvar var það... sá ég þetta kannski bara á TikTok? Æi skiptir ekki máli það eru allir að tala um þetta!“ Jú það skiptir máli. „Allir“ þá hverjir? Allir vinir þínir á samfélagsmiðlum, allir í heita pottinum, allir á kaffistofunni í vinnunni eða í síðasta boði sem þú fórst í þar sem leikurinn upplýsingaóreiðan í matarboðinu var spilaður allt kvöldið? Lítum aðeins á rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd sem lögð var fyrir í nóvember 2022: Helmingur þátttakenda sagðist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Helmingur sagðist alltaf kanna sannleiksgildi frétta áður en þeim væri deilt með öðrum. Fimmtungur sagðist sjaldan skoða fréttamiðla sem miðla öðru sjónarhorni/gildum en þeim sem þau aðhyllast sjálf. Tveir af hverjum þremur sögðust skoða oft sama umfjöllunarefni á ólíkum fréttamiðlum til að skilja það betur. Framundan er vertíð jólamatarboða þar sem á boðstólnum verða nægar kræsingar, á borð við grafinn-hálf-sannleik, súrar-hrútskýringar, purusteiktar-ýkjur, nýbakaðan-rógburð, innbakaðan-uppspuna, úldnar-staðalímyndir, marineraða-fordóma og villibráðar-gaslýsingar. Gjarnan með fyrirvörum eins og „ætla ekkert að vera leiðinlegur en...“ eða „með fullri virðingu en...“ samt án allrar virðingar til þess eins að gefa okkur skotleyfi á allt og alla. „Það má ekkert lengur“, „hvernig á maður að geta skilið þetta“ og „þetta var nú ekki svona þegar að ég var yngri.“ Þá byrja yngri og eldri kynslóðirnar við matarborðið að takast á. Eldri kynslóðin sem sú yngri bar eitt sinn virðingu fyrir en lítur í dag á sem minnisvarða um tíma og viðhorf sem réttast er að gleyma. Yngri kynslóðin sú sem eldri nefnir gjarnan sem vandamálið sem þurfi að laga því allt er að stefna í svo vonda átt. Bara ef þær gætu nú hlustað á hvora aðra og lært af hvorri annarri. Núna er hinsvegar of langt liðið á leikinn og allir hættir að hlusta til að skilja, nú snýst allt um að koma sínum punkti að alveg sama þótt það þurfi þá að grípa stöku sinnum frammí fyrir hinum. Lítum aðeins aftur á rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd sem lögð var fyrir í nóvember 2022: 70% höfðu rekist á upplýsingar á síðustu 12 mánuðum sem þau efuðust um að væru sannar. 60% höfðu séð falsfréttir eða fengið þær sendar á síðustu 12 mánuðum. Um 40% gerðu þó ekkert til að bregðast við þegar að þau rákust á frétt á netinu þar sem þau drógu þá ályktun að um falsfrétt gæti verið að ræða. Næstum helmingi fleiri en árinu á undan. Var það í viðtali, heimildarmynd, rannsókn, frétt sem okkur rámar í að hafa séð eitthvað sem við, munum ekkert hvar, hvenær eða hver það var? Var það kannski stöðuuppfærsla, athugasemd, reel eða story hjá einhverjum? Þriðjungur þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd 2021 sagðist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í ýmsum miðlum. Ári síðar var þetta hlutfall komið niður í 20%. Ætli það sé vegna þess að við séum að verða betur upplýst eða síður viljug til þess að viðurkenna að það geti komið fyrir að við höfum rangt fyrir okkur? Þurfum við að skilja til að umbera? Þurfum við alltaf að hafa rétt fyrir okkur og aðrir rangt fyrir sér? Má ekki vera sammála um að vera ósammála? Eftir því sem hiti færist í leikinn dregur hluti matargesta sig úr umræðunni til þess að allt endi nú ekki með hávaða rifrildi. Keppnisskapið hefur tekið yfir og við finnum að það skiptir engu máli hvað við segjum því það er enginn að hlusta. Þá er betra að baktala bara hvort annað í bílnum á leiðinni heim... Eins og á samfélagsmiðlum stýrist nú umræðan af þeim sem eru háværastir á meðan ákveðinn hópur fólks hefur þagnað og breyst í áhorfendur, eða eru farin inn í eldhús eða stofu til að eiga samtal í minni hópum. Í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlaefnd höfðu ögranir og háð neikvæð áhrif á þátttöku 43% þátttakenda sem urðu varkárari í að lýsa skoðunum sínum, leituðu frekar í umræður í lokuðum hópum eða hættu að taka þátt. Matarborðið er ekki lengur opinn umræðuvettvangur þar sem allir eru velkomnir. Upplýsingaóreiðan hefur tekið yfir og þeir háværu sem eru enn að spila hafa jafnvel náð nokkrum í lið með sér. Sigurinn í þessum leik ræðst ekki af því að allir gangi sáttir og sælir frá borði í jólaboðinu. Sigurinn fer til þess sem á síðasta orðið þegar að allir hafa fengið nóg... Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Jól Fjölmiðlar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi“ Jæja, nú byrjar hún enn og aftur upplýsingaóreiðan í matarboðinu. Einn ástsælasti samkvæmisleikur þjóðarinnar þar sem öll fjölskyldan keppist heila kvöldstund að skiptast á sláandi staðreyndum, slúðri og sögusögnum án þess að þurfa nokkurn tímann að geta heimilda. Upplýsingaóreiðan í matarboðinu! Nýtt borðspil fyrir alla fjölskylduna. Allir geta tekið þátt og enginn undirbúningur nauðsynlegur. Sigurvegarinn er sá sem hefur hæst, kemur með ótrúlegustu söguna og er duglegastur að þagga niður í öðrum við borðið með sínum eigin sannleik. Dálítið eins og á samfélagsmiðlum... „Hvar var það... sá ég þetta kannski bara á TikTok? Æi skiptir ekki máli það eru allir að tala um þetta!“ Jú það skiptir máli. „Allir“ þá hverjir? Allir vinir þínir á samfélagsmiðlum, allir í heita pottinum, allir á kaffistofunni í vinnunni eða í síðasta boði sem þú fórst í þar sem leikurinn upplýsingaóreiðan í matarboðinu var spilaður allt kvöldið? Lítum aðeins á rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd sem lögð var fyrir í nóvember 2022: Helmingur þátttakenda sagðist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Helmingur sagðist alltaf kanna sannleiksgildi frétta áður en þeim væri deilt með öðrum. Fimmtungur sagðist sjaldan skoða fréttamiðla sem miðla öðru sjónarhorni/gildum en þeim sem þau aðhyllast sjálf. Tveir af hverjum þremur sögðust skoða oft sama umfjöllunarefni á ólíkum fréttamiðlum til að skilja það betur. Framundan er vertíð jólamatarboða þar sem á boðstólnum verða nægar kræsingar, á borð við grafinn-hálf-sannleik, súrar-hrútskýringar, purusteiktar-ýkjur, nýbakaðan-rógburð, innbakaðan-uppspuna, úldnar-staðalímyndir, marineraða-fordóma og villibráðar-gaslýsingar. Gjarnan með fyrirvörum eins og „ætla ekkert að vera leiðinlegur en...“ eða „með fullri virðingu en...“ samt án allrar virðingar til þess eins að gefa okkur skotleyfi á allt og alla. „Það má ekkert lengur“, „hvernig á maður að geta skilið þetta“ og „þetta var nú ekki svona þegar að ég var yngri.“ Þá byrja yngri og eldri kynslóðirnar við matarborðið að takast á. Eldri kynslóðin sem sú yngri bar eitt sinn virðingu fyrir en lítur í dag á sem minnisvarða um tíma og viðhorf sem réttast er að gleyma. Yngri kynslóðin sú sem eldri nefnir gjarnan sem vandamálið sem þurfi að laga því allt er að stefna í svo vonda átt. Bara ef þær gætu nú hlustað á hvora aðra og lært af hvorri annarri. Núna er hinsvegar of langt liðið á leikinn og allir hættir að hlusta til að skilja, nú snýst allt um að koma sínum punkti að alveg sama þótt það þurfi þá að grípa stöku sinnum frammí fyrir hinum. Lítum aðeins aftur á rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd sem lögð var fyrir í nóvember 2022: 70% höfðu rekist á upplýsingar á síðustu 12 mánuðum sem þau efuðust um að væru sannar. 60% höfðu séð falsfréttir eða fengið þær sendar á síðustu 12 mánuðum. Um 40% gerðu þó ekkert til að bregðast við þegar að þau rákust á frétt á netinu þar sem þau drógu þá ályktun að um falsfrétt gæti verið að ræða. Næstum helmingi fleiri en árinu á undan. Var það í viðtali, heimildarmynd, rannsókn, frétt sem okkur rámar í að hafa séð eitthvað sem við, munum ekkert hvar, hvenær eða hver það var? Var það kannski stöðuuppfærsla, athugasemd, reel eða story hjá einhverjum? Þriðjungur þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd 2021 sagðist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í ýmsum miðlum. Ári síðar var þetta hlutfall komið niður í 20%. Ætli það sé vegna þess að við séum að verða betur upplýst eða síður viljug til þess að viðurkenna að það geti komið fyrir að við höfum rangt fyrir okkur? Þurfum við að skilja til að umbera? Þurfum við alltaf að hafa rétt fyrir okkur og aðrir rangt fyrir sér? Má ekki vera sammála um að vera ósammála? Eftir því sem hiti færist í leikinn dregur hluti matargesta sig úr umræðunni til þess að allt endi nú ekki með hávaða rifrildi. Keppnisskapið hefur tekið yfir og við finnum að það skiptir engu máli hvað við segjum því það er enginn að hlusta. Þá er betra að baktala bara hvort annað í bílnum á leiðinni heim... Eins og á samfélagsmiðlum stýrist nú umræðan af þeim sem eru háværastir á meðan ákveðinn hópur fólks hefur þagnað og breyst í áhorfendur, eða eru farin inn í eldhús eða stofu til að eiga samtal í minni hópum. Í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlaefnd höfðu ögranir og háð neikvæð áhrif á þátttöku 43% þátttakenda sem urðu varkárari í að lýsa skoðunum sínum, leituðu frekar í umræður í lokuðum hópum eða hættu að taka þátt. Matarborðið er ekki lengur opinn umræðuvettvangur þar sem allir eru velkomnir. Upplýsingaóreiðan hefur tekið yfir og þeir háværu sem eru enn að spila hafa jafnvel náð nokkrum í lið með sér. Sigurinn í þessum leik ræðst ekki af því að allir gangi sáttir og sælir frá borði í jólaboðinu. Sigurinn fer til þess sem á síðasta orðið þegar að allir hafa fengið nóg... Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun