Er forysta HSÍ gengin af göflunum? Björn B. Björnsson skrifar 21. desember 2023 11:30 Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Fjármálafyrirtæki HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Björn B. Björnsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun