HM félagsliða fer fram í síðasta sinn í núverandi mynd í ár, en næsta mót verður haldið árið 2025 þar sem 32 lið munu taka þát í stað aðeins sjö. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitum mótsins með 3-0 sigri gegn Urawa Reds frá Japan, en Fluminese sigraði egypska liðið Al Ahly með tveimur mörkum gegn engu í sínum undanúrslitaleik.
Flestir búast líklega við sigri Evrópumeistaranna í kvöld, en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, segist þó vera afar hrifinn af leikstíl brasilíska liðsins.
„Aldrei nokkurn tíman höfum við mætt liði sem spilar eins og þetta lið spilar,“ sagði Guardiola. „Ég elska það. Ég elska uppspilið þeirra og ég elska hversu vel þeir tengja saman.“
„Þeir spila týpískan brasilískan stíl frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum, og alveg þar til 1994 þegar Brassar urðu heimsmeistarar í Bandaríkjunum.“
„Við þurfum að aðlaga okkar leik og okkar takt eins vel og við getum til að ná góðri frammistöðu. Við vitum það að ef við gerum það ekki þá verður ótrúlega erfitt að vinna þennan leik.“