Mótmælendur reyndu að brjótast inn í ráðhús Belgrad Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 13:33 Frá mótmælunum í gær. EPA Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, beittu í gær táragasi á mótmælendur sem mótmælt hafa ríkisstjórninni eftir að niðurstöður þingkosninga voru birtar í síðustu viku. Stjórnarandstöðufólk segir að um kosningasvik sé að ræða. Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a> Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a>
Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00
Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58