Spilling, hvað er nú það? Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. janúar 2024 10:30 Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun