Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 08:55 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. Þetta kom fram á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, sagði í gær að margir Grindvíkingar, sem væru með lán hjá lífeyrissjóðum eða væru leigjendur, væru komnir í þrot vegna reikninga. Stjórnvöld hefðu ekkert gert fyrir hópinn, sem væri ráðalaus. Túlkun lífeyrissjóða álitamál Áður hafa lífeyrissjóðir lýst því yfir að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, líkt og viðskiptabankarnir þrír gerðu í nóvember. Lífeyrissjóðir hafa bent á að þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Sigurður Ingi segir í Bítinu ljóst að það sé álitamál. Vísar hann til lögfræðiálits sem unnin hafi verið fyrir verkalýðsfélög Grindavíkur og VR. „En látum það vera að þeir telji það þurfa, þá þarf það væntanlega að koma til kasta þingsins aftur og endurskoðunar í fjármálaráðuneytinu og var skoðað í desember en þá töldu menn að lífeyrissjóðirnir myndu taka á þessu,“ segir Sigurður Ingi. „Og ég held að þeir hefðu nú bara skoðað það, á góðri íslensku, case by case einfaldlega og létt þessum þrýstingi af þeirra lántökum, alveg óháð því hvort að þeir telji að það þurfi einhverja almenna lagabreytingu, sem er greinilega umdeilanleg vegna þess að þarna liggur fyrir annað lögfræðiálit sem segir allt annað.“ Óboðlegar aðstæður Sigurður Ingi segist vera sammála Hilmari í því að það sé óboðlegt að margir séu að greiða alla sína reikninga, allt að átta hundruð þúsund krónur á mánuði bara til þess að hafa þak yfir höfuðið. „Við erum bara algjörlega sammála því. Þess vegna segi ég, að ég bara trúi því ekki að einstaka lífeyrissjóðir séu ekki að taka utan um hvern og einn einstaka lántaka sem þarna er,“ segir Sigurður Ingi. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bakvið það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið.“ Lífeyrissjóðirnir myndu fylgja Hefur ekki komið til tals hjá ríkisstjórninni að kalla menn til fundar frá lífeyrissjóðunum? „Jú jú, það var rætt í desember og það var talið þá, á sama hátt og fjármálafyrirtækin, og þetta er inni í fjármálaráðuneyti, var til skoðunar þá, að það væri niðurstaðan að þetta myndi leysast, sem það hefur greinilega ekki gert og þá þarf að halda bara áfram að fylgja því eftir.“ Stóðuð þið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna? „Já, allavega við, sem vorum þarna á þinginu á seinustu dögum, stóðum í þeirri trú þegar við vorum að breyta ýmsum lögum. Vegna þess að, þú spurðir Heimir, ætti þetta ekki bara að vera klárt? Jú jú en ef það stendur ekki í lögunum nákvæmlega hvað er, til dæmis fordæmi, að þú þurfir að rýma vegna náttúruváar, hvað gerist þá, þá þurftum við að setja það inn í lögin, til að mynda varðandi leigjendur.“ Sigurður Ingi segist skilja áhyggjur annarra yfir því að aðgerðir til hjálpar lántakenda geti bitnað á greiðslum annarra til framtíðar hjá lífeyrissjóðum. Um sé hinsvegar að ræða lítinn hóp. „Þetta er eins og þið nefnduð, þetta eru hundrað manns. Þetta skiptir engu máli í stóra samhenginu.“ Þannig það er engin raunveruleg ástæða, forsendur hjá lífeyrissjóðunum að koma ekki til móts við fólkið? „Miðað við það sem ég hef nú séð í þessu lögfræðiáliti sem þeir félagar voru með, þá er það að lágmarki umdeilanlegt og þeir geta ekki falið sig á bakvið það og þeir eiga auðvitað að taka utan um hvern og einn einstakling, það liggur í augum uppi.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Þetta kom fram á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, sagði í gær að margir Grindvíkingar, sem væru með lán hjá lífeyrissjóðum eða væru leigjendur, væru komnir í þrot vegna reikninga. Stjórnvöld hefðu ekkert gert fyrir hópinn, sem væri ráðalaus. Túlkun lífeyrissjóða álitamál Áður hafa lífeyrissjóðir lýst því yfir að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, líkt og viðskiptabankarnir þrír gerðu í nóvember. Lífeyrissjóðir hafa bent á að þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Sigurður Ingi segir í Bítinu ljóst að það sé álitamál. Vísar hann til lögfræðiálits sem unnin hafi verið fyrir verkalýðsfélög Grindavíkur og VR. „En látum það vera að þeir telji það þurfa, þá þarf það væntanlega að koma til kasta þingsins aftur og endurskoðunar í fjármálaráðuneytinu og var skoðað í desember en þá töldu menn að lífeyrissjóðirnir myndu taka á þessu,“ segir Sigurður Ingi. „Og ég held að þeir hefðu nú bara skoðað það, á góðri íslensku, case by case einfaldlega og létt þessum þrýstingi af þeirra lántökum, alveg óháð því hvort að þeir telji að það þurfi einhverja almenna lagabreytingu, sem er greinilega umdeilanleg vegna þess að þarna liggur fyrir annað lögfræðiálit sem segir allt annað.“ Óboðlegar aðstæður Sigurður Ingi segist vera sammála Hilmari í því að það sé óboðlegt að margir séu að greiða alla sína reikninga, allt að átta hundruð þúsund krónur á mánuði bara til þess að hafa þak yfir höfuðið. „Við erum bara algjörlega sammála því. Þess vegna segi ég, að ég bara trúi því ekki að einstaka lífeyrissjóðir séu ekki að taka utan um hvern og einn einstaka lántaka sem þarna er,“ segir Sigurður Ingi. „Vegna þess að það er bara eitthvað óskiljanlegt og ef menn eru að fela sig á bakvið það að það þurfi einhverja lagabreytingu þá bara þurfa þeir að koma til ríkisins og segja, eða til Alþingis og segja: „Heyrðu, við viljum eðlilega eins og allir aðrir koma til móts við þetta fólk sem situr við óeðlilegar og óvenjulegar og algjörlega fordæmalausar aðstæður, en við megum það ekki, þannig að þið verðið að breyta lögunum svo við getum gert það.“ Þeir hljóta að vilja það. Það hlýtur að vera meginmálið.“ Lífeyrissjóðirnir myndu fylgja Hefur ekki komið til tals hjá ríkisstjórninni að kalla menn til fundar frá lífeyrissjóðunum? „Jú jú, það var rætt í desember og það var talið þá, á sama hátt og fjármálafyrirtækin, og þetta er inni í fjármálaráðuneyti, var til skoðunar þá, að það væri niðurstaðan að þetta myndi leysast, sem það hefur greinilega ekki gert og þá þarf að halda bara áfram að fylgja því eftir.“ Stóðuð þið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna? „Já, allavega við, sem vorum þarna á þinginu á seinustu dögum, stóðum í þeirri trú þegar við vorum að breyta ýmsum lögum. Vegna þess að, þú spurðir Heimir, ætti þetta ekki bara að vera klárt? Jú jú en ef það stendur ekki í lögunum nákvæmlega hvað er, til dæmis fordæmi, að þú þurfir að rýma vegna náttúruváar, hvað gerist þá, þá þurftum við að setja það inn í lögin, til að mynda varðandi leigjendur.“ Sigurður Ingi segist skilja áhyggjur annarra yfir því að aðgerðir til hjálpar lántakenda geti bitnað á greiðslum annarra til framtíðar hjá lífeyrissjóðum. Um sé hinsvegar að ræða lítinn hóp. „Þetta er eins og þið nefnduð, þetta eru hundrað manns. Þetta skiptir engu máli í stóra samhenginu.“ Þannig það er engin raunveruleg ástæða, forsendur hjá lífeyrissjóðunum að koma ekki til móts við fólkið? „Miðað við það sem ég hef nú séð í þessu lögfræðiáliti sem þeir félagar voru með, þá er það að lágmarki umdeilanlegt og þeir geta ekki falið sig á bakvið það og þeir eiga auðvitað að taka utan um hvern og einn einstakling, það liggur í augum uppi.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira