Gegn þjóðarmorði? Guðjón Idir skrifar 6. janúar 2024 00:00 Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun