Einnig verður rætt við jarðeðlisfræðing sem segir að þeir sem kjósa að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfrgefa bæinn mjög hratt. Ekki sé hægt að útiloka að gossprunga opnist innan bæjarmarkanna.
Þá segjum við tíðindi af Bifröst og Háskólanum á Akureyri sem hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður.
Að auki heyrum við í framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði sem segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum.
Í íþróttapakkanum segjum við tíðindi af væntanlegu formannskjöri hjá KSÍ og fjöllum um EM í handbolta sem nálgast óðfluga.