Blóðsúthellingar í nafni friðar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 9. janúar 2024 16:01 Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun