Börnin okkar allra Sabine Leskopf skrifar 11. janúar 2024 22:01 Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Börn og uppeldi PISA-könnun Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun