Ný sviðsmynd kallar á nýja nálgun í hitun húsa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 12. janúar 2024 14:01 Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður. Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi, enda sér Svartsengi yfir 12.000 heimilum og atvinnurekendum á Reykjanesinu fyrir húshitun. Sviðsmyndin er snýr að hitun húsa hefur tekið á sig aðra mynd og kallar á endurhugsun á því hvernig við hönnum og setjum upp lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til upphitunar. Taka þarf með í reikninginn að orkuverin geta lent í vanda eins og raungerðist á Reykjanesinu. Jarðhræringar tóku lagnir í sundur og reynt er að verja orkuverið með varnargörðum fyrir mögulegu eldgosi sem ógnað getur starfseminni. Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn. Allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi vegna þess að þegar hitastig utandyra fer niður fyrir frostmark mun það ná til lagnakerfa á skömmum tíma. Vatnið hefur þann eiginleika að þegar það byrjar að frjósa þenst það út og lagnir og ofnar verða fyrir frostskemmdum. Tækjarými framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessu og þurfa að vera þannig útbúin að hægt verði með lítilli fyrirhöfn að breyta um orkugjafa ef orkuverin lenda í vanda eins og fyrr segir. Slíkt kallar á breytta hitamenningu okkar sem starfa við pípulagnir ásamt hönnuðum lagnakerfa og vissulega aðkomu stjórnvalda við endurskoðun regluverks. Árið 2003 gaf Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins út RB blað um vatnsveitu-, hitaveitu- og fráveitulagnir í dreifbýli sem vert væri að endurskoða í ljósi stöðunnar en taka mætti mið af þeim upplýsingum sem þar koma fram til að koma í veg fyrir vatnstjón. Félag pípulagningameistara hefur einnig unnið einfaldar leiðbeiningar fyrir neytendur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir vatnstjón sem finna má á heimasíðu félagsins. Félag pípulagningameistara er tilbúið að leggja sitt af mörkum við endurskoðun á þessu verklagi enda kallar ný sviðsmynd á nýja nálgun. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun