Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 15:52 Mikill fjöldi mótmælti loftárásum Bretlands og Bandaríkjanna í Jemen í dag. Vísir/EPA Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01
Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39