Niðurskurðarhnífnum beitt á sundlaugarnar í Reykjavík Helga Þórðardóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifa 15. janúar 2024 11:30 Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Sundlaugar Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun