„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 00:27 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri tók við undirskriftum tónlistarfólks í dag. vísir Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira