Þorum að viðurkenna staðreyndir - burt með óvissuna Signý Jóhannesdóttir skrifar 21. janúar 2024 12:00 Á undanförnum 4 árum höfum við fylgst með vaxandi ógn steðja að Grindvíkingum. Reykjanesið er vaknað til lífsins og enginn veit hvenær jarðhræringum lýkur þar og hvaða innviðir hafa orðið fyrir árásum úr eldstöðvunum þegar yfir lýkur. Þegar landsmenn, sem virðast eiga í mjög sérstöku sambandi við eldgos hafa flykkst á svæðið til að dást að fegurð og ógn náttúrunnar, hafa mín viðbrögð verið þau að kúra sem fastast í sófanum mínum og fylgjast með í beinni á RUV allra landsmanna. Ég get ekki dáðst að því sem ógnar öryggi fólks. Ég hef þurft að yfirgefa heimili mitt vegna náttúrvár og Grindvíkingar eiga alla mína samúð og meira til. Hvers vegna yfirvöld hafa ekki notað undanfarin ár til að yfirfæra lög 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum yfir á aðra náttúruvá, er mér óskiljanlegt. Það er jafn ógnvekjandi og sú staðreynd að snjóflóðavörnum er ekki lokið á þeim hamfarasvæðum þar sem tugir manna hafa farist. Draumalandið Ég er fædd og uppalin undir Strengsgilinu á Siglufirði. Faðir minn byggði þar lítið hús á árunum eftir seinni heimstyrjöldina. Sá sem átti landið sem hann byggði á, sagði honum að ֦ ef hann færi út á holtið” væri hann sloppinn við farveg snjóflóðanna úr gilinu. Mín fjölskylda keypti lóð 1978 og við byggðum okkur heimili nokkrum metrum norðar. ֦Draumalandið” kallaði elsti sonur minn, þriggja ára, þegar hann fékk að koma með í húsbygginguna. Rómantíkin og ást á umhverfinu var okkur efst í huga. Bróðir minn, bæjarverkfræðingurinn hjálpaði okkur að velja lóðina. Það mátti byggja á næstu lóð sunnan við okkar, svo ekki á næstu 5 lóðum. Strengsgilið er eitthvert þekktasta snjóflóðasvæði á landinu. Þetta vissu allir en samt var örlögunum storkað. Í desember 1994 fékk ég hringingu frá Almannavarnanefnd Siglufjarðar. Mér var sagt að það þyrfti að rýma svæðið. Ég brást hin versta við, því fram að þessu hafði lína hættusvæðisins verið dregin um suðurgaflinn á húsinu mínu. Foreldrum mínum, sem bjuggu á ská á móti mér, einni lóð sunnar, hafði fram að þessu verið bent á að fara til mín, þegar þau þyrftu að rýma. Ég sagði stundum í hálfkæringi að þau fengju að gista í norðurendanum, þar væru þau ekki á hættusvæði. Þennan desembermorgun 1994 fór ég ekki neitt. Það rofaði til í hríðinni og ég sá upp í fjallið að gilið hafði hreinsað sig og flóðið hafði stöðvast í hlíðinni fyrir ofan snjóflóðahúsin(Suðurgata 76 og 78), eins og oft áður. Árið 1995 hófst með langvarandi óveðrum og snjókomu og það ár varð landsmönnum örlagaríkt. Ég þráaðist við og neitaði að yfirgefa húsið mitt þegar hringt var. Maðurinn minn var á sjónum og ég taldi mér leyfast að taka þá ákvörðun að leggja mig og börnin mín í hættu. Stundum hef ég hugsað um það hvort nefndarmennirnir í almannavarnanefndinni hafi dregið strá, þegar ákveðið var hver myndi hafa samband við þessa rugluðu konu. Alla vega var oft ný rödd í símanum. Eitt af því sem pirraði mig við þessar hringingar var að ef ég spurði hvert ég gæti farið, var mér bent á að ég gæti t.d. farið til annarshvors bróður míns sem bjuggu á staðnum. Mér var sem sagt bent á að fara af einu hættusvæði á annað. Annar bróðirinn bjó í Norðurtúni og hinn á Hverfisgötu. Á báðum stöðum höfðu fallið snjóflóð. Snjóflóðin á Flateyri í október 1995 kenndu okkur að snjóflóð falla ekki bara á skilgreindum hættusvæðum og alls ekki alltaf eftir þeim bókstöfum sem yfirvöld velja svæðunum. Fífldirfska eða fávitaháttur! Það þurfti í raun allar þessar hörmungar og dauðsföll á Súðavík og Flateyri til að opna augu mín fyrir því að þegar náttúran tekur völdin þá ber mér og öðrum að hlýða yfirvöldum. Yfirvöldum ber skylda til að bregðast við og búa íbúunum öruggt skjól. Ekki senda fólk frá einu hættusvæði á annað eins og gert hefur verið allt of lengi. Mér sem móður fjögurra barna bar skylda til að forða þeim frá hættunni, frekar oftar en sjaldnar. Það sem ég held að almannavarnanefndin á Siglufirði hafi lært þennan vetur, var að það þarf að vera til áætlun um fjöldahjálparstöðvar og það þarf að skrá hvert fólkið fer, þannig að ekki þurfi að velkjast í vafa um hverjir eru farnir af svæðinu og hvert þeir eru farnir. Ég get aldrei fullþakkað forsjóninni, að engu af mínu fólki var fórnað, vegna þess að ég hagaði mér eins og fáviti. Ég er líka þakklát samfélaginu að hafa tekið þá ákvörðun að verja gamla heimilið mitt og annarra þeirra sem undir varnargörðunum búa. Það þurfti mikið til að opna augu bæði íbúa og yfirvalda. Eftir áramótin “95 – “96 tók við mikill rússibani þar sem við vorum eins og jójó út og inn af svæðinu. Íbúarnir lögðust í fundahöld og við gerðum kröfu á yfirvöld um að svara okkur fljótt og vel, hvort það ætti að kaupa af okkur húseignirnar eða verja byggðina. Við létum okkur líka detta í hug að hægt væri að byggja blokk/ir á Eyrinni, sem við gætum búið í, ef til rýminga kæmi. Svo mæti leigja þetta húsnæði út til túrista þess á milli. Hættið að hangsa! Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum felldu á brott ýmis eldri lög og reglugerðir um hvernig stjórnvöld skyldu bregðast við snjóflóðum og skriðuföllum. Ég myndi treysta mér til þess að lagfæra þennan lagabálk þannig að hann félli að öðrum náttúruhamförum eins og eldgosum og jarðföllum af völdum jarðhræringa. Ég þyrfti ekki fjóra daga til þess - hvað þá fjögur ár. Hvaða ráðamaður telur að hann geti varið byggðina í Grindavík? Varið byggðina þannig að íbúar geti búið þar við sama öryggi og t.d. fólkið sem keypti gamla heimilið mitt á Siglufirði. Ekki láta íbúana bíða í óvissunni. Þegar snjóflóðið féll á Neskaupstað í mars 2023 og heimamenn fóru að rifja upp flóðið sem féll í desember 1974, þá spurði ég sjálfa mig enn einu sinni: Hvers vegna er byggðin ekki varin? Hér með skora ég á þar til bær stjórnvöld að sýna íbúum Grindavíkur þá virðingu að gefa þeim kost á að byrja nýtt líf í því öryggi sem öllum landsmönnum ætti að standa til boða. Breytið lögum eða setjið ný um varnir og viðbrögð þegar jarðhræringar ógna byggð. Fórnið ekki fleiri lífum, ekki andlegri og félagslegri heilsu fólks vegna þess að þið teljið að bull eins og ֦Við stöndum með Grindvíkingum” veiti íbúum öruggt skjól. Það er allveg sama hversu margir ráðherrar éta þetta upp, það hjálpar ekki. Það tók bara dagpart að afgreiða á þingi lög um að byggja varnargarða. Nú er komið að því að viðurukenna staðreyndir og ákveða að kaupa upp húsnæði fólks í Grindavík. Burt með óvissuna. Höfundur er fyrrverandi íbúi á Siglufirði, bjó undir Stengsgilinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Signý Jóhannesdóttir Grindavík Fjallabyggð Alþingi Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum 4 árum höfum við fylgst með vaxandi ógn steðja að Grindvíkingum. Reykjanesið er vaknað til lífsins og enginn veit hvenær jarðhræringum lýkur þar og hvaða innviðir hafa orðið fyrir árásum úr eldstöðvunum þegar yfir lýkur. Þegar landsmenn, sem virðast eiga í mjög sérstöku sambandi við eldgos hafa flykkst á svæðið til að dást að fegurð og ógn náttúrunnar, hafa mín viðbrögð verið þau að kúra sem fastast í sófanum mínum og fylgjast með í beinni á RUV allra landsmanna. Ég get ekki dáðst að því sem ógnar öryggi fólks. Ég hef þurft að yfirgefa heimili mitt vegna náttúrvár og Grindvíkingar eiga alla mína samúð og meira til. Hvers vegna yfirvöld hafa ekki notað undanfarin ár til að yfirfæra lög 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum yfir á aðra náttúruvá, er mér óskiljanlegt. Það er jafn ógnvekjandi og sú staðreynd að snjóflóðavörnum er ekki lokið á þeim hamfarasvæðum þar sem tugir manna hafa farist. Draumalandið Ég er fædd og uppalin undir Strengsgilinu á Siglufirði. Faðir minn byggði þar lítið hús á árunum eftir seinni heimstyrjöldina. Sá sem átti landið sem hann byggði á, sagði honum að ֦ ef hann færi út á holtið” væri hann sloppinn við farveg snjóflóðanna úr gilinu. Mín fjölskylda keypti lóð 1978 og við byggðum okkur heimili nokkrum metrum norðar. ֦Draumalandið” kallaði elsti sonur minn, þriggja ára, þegar hann fékk að koma með í húsbygginguna. Rómantíkin og ást á umhverfinu var okkur efst í huga. Bróðir minn, bæjarverkfræðingurinn hjálpaði okkur að velja lóðina. Það mátti byggja á næstu lóð sunnan við okkar, svo ekki á næstu 5 lóðum. Strengsgilið er eitthvert þekktasta snjóflóðasvæði á landinu. Þetta vissu allir en samt var örlögunum storkað. Í desember 1994 fékk ég hringingu frá Almannavarnanefnd Siglufjarðar. Mér var sagt að það þyrfti að rýma svæðið. Ég brást hin versta við, því fram að þessu hafði lína hættusvæðisins verið dregin um suðurgaflinn á húsinu mínu. Foreldrum mínum, sem bjuggu á ská á móti mér, einni lóð sunnar, hafði fram að þessu verið bent á að fara til mín, þegar þau þyrftu að rýma. Ég sagði stundum í hálfkæringi að þau fengju að gista í norðurendanum, þar væru þau ekki á hættusvæði. Þennan desembermorgun 1994 fór ég ekki neitt. Það rofaði til í hríðinni og ég sá upp í fjallið að gilið hafði hreinsað sig og flóðið hafði stöðvast í hlíðinni fyrir ofan snjóflóðahúsin(Suðurgata 76 og 78), eins og oft áður. Árið 1995 hófst með langvarandi óveðrum og snjókomu og það ár varð landsmönnum örlagaríkt. Ég þráaðist við og neitaði að yfirgefa húsið mitt þegar hringt var. Maðurinn minn var á sjónum og ég taldi mér leyfast að taka þá ákvörðun að leggja mig og börnin mín í hættu. Stundum hef ég hugsað um það hvort nefndarmennirnir í almannavarnanefndinni hafi dregið strá, þegar ákveðið var hver myndi hafa samband við þessa rugluðu konu. Alla vega var oft ný rödd í símanum. Eitt af því sem pirraði mig við þessar hringingar var að ef ég spurði hvert ég gæti farið, var mér bent á að ég gæti t.d. farið til annarshvors bróður míns sem bjuggu á staðnum. Mér var sem sagt bent á að fara af einu hættusvæði á annað. Annar bróðirinn bjó í Norðurtúni og hinn á Hverfisgötu. Á báðum stöðum höfðu fallið snjóflóð. Snjóflóðin á Flateyri í október 1995 kenndu okkur að snjóflóð falla ekki bara á skilgreindum hættusvæðum og alls ekki alltaf eftir þeim bókstöfum sem yfirvöld velja svæðunum. Fífldirfska eða fávitaháttur! Það þurfti í raun allar þessar hörmungar og dauðsföll á Súðavík og Flateyri til að opna augu mín fyrir því að þegar náttúran tekur völdin þá ber mér og öðrum að hlýða yfirvöldum. Yfirvöldum ber skylda til að bregðast við og búa íbúunum öruggt skjól. Ekki senda fólk frá einu hættusvæði á annað eins og gert hefur verið allt of lengi. Mér sem móður fjögurra barna bar skylda til að forða þeim frá hættunni, frekar oftar en sjaldnar. Það sem ég held að almannavarnanefndin á Siglufirði hafi lært þennan vetur, var að það þarf að vera til áætlun um fjöldahjálparstöðvar og það þarf að skrá hvert fólkið fer, þannig að ekki þurfi að velkjast í vafa um hverjir eru farnir af svæðinu og hvert þeir eru farnir. Ég get aldrei fullþakkað forsjóninni, að engu af mínu fólki var fórnað, vegna þess að ég hagaði mér eins og fáviti. Ég er líka þakklát samfélaginu að hafa tekið þá ákvörðun að verja gamla heimilið mitt og annarra þeirra sem undir varnargörðunum búa. Það þurfti mikið til að opna augu bæði íbúa og yfirvalda. Eftir áramótin “95 – “96 tók við mikill rússibani þar sem við vorum eins og jójó út og inn af svæðinu. Íbúarnir lögðust í fundahöld og við gerðum kröfu á yfirvöld um að svara okkur fljótt og vel, hvort það ætti að kaupa af okkur húseignirnar eða verja byggðina. Við létum okkur líka detta í hug að hægt væri að byggja blokk/ir á Eyrinni, sem við gætum búið í, ef til rýminga kæmi. Svo mæti leigja þetta húsnæði út til túrista þess á milli. Hættið að hangsa! Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum felldu á brott ýmis eldri lög og reglugerðir um hvernig stjórnvöld skyldu bregðast við snjóflóðum og skriðuföllum. Ég myndi treysta mér til þess að lagfæra þennan lagabálk þannig að hann félli að öðrum náttúruhamförum eins og eldgosum og jarðföllum af völdum jarðhræringa. Ég þyrfti ekki fjóra daga til þess - hvað þá fjögur ár. Hvaða ráðamaður telur að hann geti varið byggðina í Grindavík? Varið byggðina þannig að íbúar geti búið þar við sama öryggi og t.d. fólkið sem keypti gamla heimilið mitt á Siglufirði. Ekki láta íbúana bíða í óvissunni. Þegar snjóflóðið féll á Neskaupstað í mars 2023 og heimamenn fóru að rifja upp flóðið sem féll í desember 1974, þá spurði ég sjálfa mig enn einu sinni: Hvers vegna er byggðin ekki varin? Hér með skora ég á þar til bær stjórnvöld að sýna íbúum Grindavíkur þá virðingu að gefa þeim kost á að byrja nýtt líf í því öryggi sem öllum landsmönnum ætti að standa til boða. Breytið lögum eða setjið ný um varnir og viðbrögð þegar jarðhræringar ógna byggð. Fórnið ekki fleiri lífum, ekki andlegri og félagslegri heilsu fólks vegna þess að þið teljið að bull eins og ֦Við stöndum með Grindvíkingum” veiti íbúum öruggt skjól. Það er allveg sama hversu margir ráðherrar éta þetta upp, það hjálpar ekki. Það tók bara dagpart að afgreiða á þingi lög um að byggja varnargarða. Nú er komið að því að viðurukenna staðreyndir og ákveða að kaupa upp húsnæði fólks í Grindavík. Burt með óvissuna. Höfundur er fyrrverandi íbúi á Siglufirði, bjó undir Stengsgilinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun