Grípum alla Grindvíkinga Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 21. janúar 2024 20:00 Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun