Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 14:47 Hjólið féll af vélinni skömmu fyrir flugtak. Mynd er úr safni og sýnir vél Delta á alþjóðaflugvelli í Brussel. Nicolas Economou/Getty Images Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan. Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira