Það er íþyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 30. janúar 2024 10:30 Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur. Því skal fagna að aukins gagnsæis sé að vænta á Alþingi og ég vona að fleiri svona skýrslur verði unnar í öðrum ráðuneytum. Einnig hefði gjarnan mátt skoða hvort einhver innleiðing á EES regluverki sé ófullnægjandi og nái ekki markmiðum sínum – sem undirrituð hefur grun um að sé einnig algengara en margir halda. En það er ekki það sem þessi grein fjallar um. Í kjölfar nýju skýrslunnar um gullhúðun efndu Samtök Iðnaðarins til viðburðar með yfirskriftina „Íþyngjandi regluverk á færibandi”. Ég vil staldra við orðið íþyngjandi. Hér er oft um að ræða regluverk um umhverfismál og það sem kallað er gullhúðun og íþyngjandi er oftar en ekki umhverfi og náttúru í hag. Rökstuðning má greinilega bæta í greinargerðum en við vitum öll að síðustu ár hefur ríkt eitt allsherjar jarðefnaeldsneytis- og auðlindafyllerí. Sem betur fer eru gestirnir í því partýi að tínast út einn af öðrum; bara þeir allra drykkfeldustu sitja enn sem fastast og tala um eftirpartý fullt af tækifærum fyrir Ísland í kjölfar loftslagsbreytinga. Við hin vitum að þetta eftirpartý er ekki til, við horfum í kring um okkur og það er drasl og skítur út um allt. Það ER mjög íþyngjandi að þurfa að taka til en við getum öll verið sammála um að ekki er hægt að fresta því endalaust. Reyndar er best að taka til sem fyrst því þá getum við jafnvel farið að sofa í hreinu húsi og vaknað þeim mun hressari daginn eftir. Það er líka mjög íþyngjandi að taka til í viðskiptalífinu, stjórnmálunum og okkar persónulegu lifnaðarháttum svo að við getum stefnt að jákvæðum framförum í sátt við umhverfi og náttúru. Þess vegna má alls ekki gleyma að íþyngjandi aðgerðunum getur einnig fylgt ávinningur fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar