Hvalkjöt í íslenskum stórmörkuðum Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2024 11:31 Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum. Nú er að svo að allar þjóðir eiga sér mat sem er alla jafna ekki á borðum fólks heldur er dreginn fram við viss tilefni. Erfitt er að berjast gegn slíkum hefðum. Til þess að taka af allan vafa vil ég einnig taka fram að ég er ekki með þessari grein að agnúast út í einstaka fisksala eða kjötverslanir sem eru eðlilegur vettvangur fyrir sölu á sýrðu hvalrengi. Og ég vil taka fram að ég er ekki með þessari grein að hvetja til þess að neinum verslunum sé refsað með sniðgöngu eða öðru. Ég get hins vegar ekki annað en furðað mig á því að sjá að kjöt hvala sem voru veiddir á síðustu vertíð geti ratað í hillur á íslenskum stórmörkuðum. Mér finnst einkennilegt að verslunarkeðjur sem eru í sífellt meira mæli að stæra sig af samfélagsábyrgð og umhverfisstefnum skuli selja kjöt frá veiðum sem vitað er að taka ekki tillit til nútímalegra skilyrða um velferð dýra. Líklegasta skýringin á því hvers vegna verslanirnar hafa tekið hvalkjötið í sölu er að starfsfólk hafi misskilið nýlegt álit umboðsmanns Alþingis og talið að það hafi bæði græn- og hvítþvegið hvalveiðar Hvals hf. En svo var nú aldeilis ekki og mikilvægt að halda því til haga. Umræðan undanfarnar vikur hefur þó verið á þann hátt að matvælaráðherra hafi tekið óvænta, órökstudda og gerræðislega ákvörðun í júní á síðastliðnu ári. Álit umboðsmanns felur ekki í sér slíkan dóm. Þvert á móti viðurkennir álitið að ráðherra hafi einmitt heimild í lögum um hvalveiðar til að stjórna veiðunum við Ísland með því að setja reglugerðir þar að lútandi, til dæmis varðandi lengd veiðitímabils. Álitið sneri að því að ráðherra hafi ekki haft nægilega lagaheimild til að setja tiltekna reglugerð, einungis með þeim rökstuðningi sem stuðst var við. Niðurstaða umboðsmanns var með öðrum orðum á þá leið að ráðherra hafi verið bundinn af markmiðum laga sem sett voru fyrir áratugum síðan og að þau markmið hafi ekki tekið breytingum í meðförum löggjafans. Markmiðin voru mikilvæg á sínum tíma, til dæmis um verndun stofna, en dýravelferð var ekki á dagskrá þá, eins og núna. Ég les álitið þannig að umboðsmanni þyki það miður og að lögin séu í raun úrelt í núverandi mynd. Álitið sneri því að túlkun á einni grein laga um hvalveiðar sem nú hefur verið úrskurðað um hvernig ber að túlka. Slík túlkun var ekki komin fram þegar ráðherra setti reglugerðina eins og sést best á því að flestir þeir aðilar sem hæst höfðu um frestun veiðanna vísuðu aldrei til þess hvernig bæri að tengja fjórðu grein laganna við markmið þeirra, máli sínu til stuðnings. Efnisleg niðurstaða ráðherra með setningu reglugerðarinnar stendur því óhögguð núna í byrjun árs 2024. Ekki er hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum, eins og sést kannski best á því að hvalveiðiþjóð eins og Norðmenn láta ekki hvarfla að sér að gera út á þessar skepnur þrátt fyrir að hrefnuveiðar séu ekkert feimnismál þar í landi. Þetta hefur svo verið staðfest hvar sem almennilegt eftirlit hefur verið með veiðum á stórhvelum, eins og til dæmis við Ísland sumarið 2022. Vissulega er mögulegt að starfsfólk stórmarkaða hafi ekki misskilið álit umboðsmanns. Mögulega skiptir dýravelferð fyrirtækin engu máli og þau muni því halda áfram að selja allt kjöt sem byrgjar rétta þeim, sama hvaðan það kemur, og sama hvernig staðið var að veiðum, verkun og vinnslu. En þá væri gott að fá það staðfest. Maður hefur oft séð ábyrgðarhluta samfélagsábyrgðar fluttan yfir á þriðja aðila. Hver veit nema búðunum finnist þær ekki bera nokkra ábyrgð á því hvað þær selja. En ef þetta eru einfaldlega klár mistök, til dæmis hjá Krónunni sem hefur verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagsábyrgð, þá væri einnig gott að fá staðfestingu á að um mistök eða kæruleysi hafi verið að ræða. Góðu fréttirnar í þessari sögu allri saman eru þrátt fyrir allt þær að þótt skammtar af sýrðu hvalrengi hafi ratað í verslanir um þennan þorra þá hafa veiðar á stórhvelum við strendur Íslands nú endanlega lagst af. Nýtt leyfi verður ekki gefið út samkvæmt úreltum lögum. Mér skilst á umsjónarfólki þorrablóta um allt land að mest af sýrðu hvalrengi endi í ruslinu eftir hvert blót enda ekki matur sem er ofarlega á óskalista fólks í samtímanum. Hugsanlega er þrátt fyrir allt ástæða til að fólk setji örlitla flís af þessu súra og litlausa spiki á diskinn sinn, rifji upp þau fáu myndskeið af hvaladrápinu sem rötuðu fyrir augu almenning og ígrundi örlítið fáfengileika og tilgangsleysi hvalveiðanna í september 2023. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Hvalir Hvalveiðar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum. Nú er að svo að allar þjóðir eiga sér mat sem er alla jafna ekki á borðum fólks heldur er dreginn fram við viss tilefni. Erfitt er að berjast gegn slíkum hefðum. Til þess að taka af allan vafa vil ég einnig taka fram að ég er ekki með þessari grein að agnúast út í einstaka fisksala eða kjötverslanir sem eru eðlilegur vettvangur fyrir sölu á sýrðu hvalrengi. Og ég vil taka fram að ég er ekki með þessari grein að hvetja til þess að neinum verslunum sé refsað með sniðgöngu eða öðru. Ég get hins vegar ekki annað en furðað mig á því að sjá að kjöt hvala sem voru veiddir á síðustu vertíð geti ratað í hillur á íslenskum stórmörkuðum. Mér finnst einkennilegt að verslunarkeðjur sem eru í sífellt meira mæli að stæra sig af samfélagsábyrgð og umhverfisstefnum skuli selja kjöt frá veiðum sem vitað er að taka ekki tillit til nútímalegra skilyrða um velferð dýra. Líklegasta skýringin á því hvers vegna verslanirnar hafa tekið hvalkjötið í sölu er að starfsfólk hafi misskilið nýlegt álit umboðsmanns Alþingis og talið að það hafi bæði græn- og hvítþvegið hvalveiðar Hvals hf. En svo var nú aldeilis ekki og mikilvægt að halda því til haga. Umræðan undanfarnar vikur hefur þó verið á þann hátt að matvælaráðherra hafi tekið óvænta, órökstudda og gerræðislega ákvörðun í júní á síðastliðnu ári. Álit umboðsmanns felur ekki í sér slíkan dóm. Þvert á móti viðurkennir álitið að ráðherra hafi einmitt heimild í lögum um hvalveiðar til að stjórna veiðunum við Ísland með því að setja reglugerðir þar að lútandi, til dæmis varðandi lengd veiðitímabils. Álitið sneri að því að ráðherra hafi ekki haft nægilega lagaheimild til að setja tiltekna reglugerð, einungis með þeim rökstuðningi sem stuðst var við. Niðurstaða umboðsmanns var með öðrum orðum á þá leið að ráðherra hafi verið bundinn af markmiðum laga sem sett voru fyrir áratugum síðan og að þau markmið hafi ekki tekið breytingum í meðförum löggjafans. Markmiðin voru mikilvæg á sínum tíma, til dæmis um verndun stofna, en dýravelferð var ekki á dagskrá þá, eins og núna. Ég les álitið þannig að umboðsmanni þyki það miður og að lögin séu í raun úrelt í núverandi mynd. Álitið sneri því að túlkun á einni grein laga um hvalveiðar sem nú hefur verið úrskurðað um hvernig ber að túlka. Slík túlkun var ekki komin fram þegar ráðherra setti reglugerðina eins og sést best á því að flestir þeir aðilar sem hæst höfðu um frestun veiðanna vísuðu aldrei til þess hvernig bæri að tengja fjórðu grein laganna við markmið þeirra, máli sínu til stuðnings. Efnisleg niðurstaða ráðherra með setningu reglugerðarinnar stendur því óhögguð núna í byrjun árs 2024. Ekki er hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum, eins og sést kannski best á því að hvalveiðiþjóð eins og Norðmenn láta ekki hvarfla að sér að gera út á þessar skepnur þrátt fyrir að hrefnuveiðar séu ekkert feimnismál þar í landi. Þetta hefur svo verið staðfest hvar sem almennilegt eftirlit hefur verið með veiðum á stórhvelum, eins og til dæmis við Ísland sumarið 2022. Vissulega er mögulegt að starfsfólk stórmarkaða hafi ekki misskilið álit umboðsmanns. Mögulega skiptir dýravelferð fyrirtækin engu máli og þau muni því halda áfram að selja allt kjöt sem byrgjar rétta þeim, sama hvaðan það kemur, og sama hvernig staðið var að veiðum, verkun og vinnslu. En þá væri gott að fá það staðfest. Maður hefur oft séð ábyrgðarhluta samfélagsábyrgðar fluttan yfir á þriðja aðila. Hver veit nema búðunum finnist þær ekki bera nokkra ábyrgð á því hvað þær selja. En ef þetta eru einfaldlega klár mistök, til dæmis hjá Krónunni sem hefur verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og samfélagsábyrgð, þá væri einnig gott að fá staðfestingu á að um mistök eða kæruleysi hafi verið að ræða. Góðu fréttirnar í þessari sögu allri saman eru þrátt fyrir allt þær að þótt skammtar af sýrðu hvalrengi hafi ratað í verslanir um þennan þorra þá hafa veiðar á stórhvelum við strendur Íslands nú endanlega lagst af. Nýtt leyfi verður ekki gefið út samkvæmt úreltum lögum. Mér skilst á umsjónarfólki þorrablóta um allt land að mest af sýrðu hvalrengi endi í ruslinu eftir hvert blót enda ekki matur sem er ofarlega á óskalista fólks í samtímanum. Hugsanlega er þrátt fyrir allt ástæða til að fólk setji örlitla flís af þessu súra og litlausa spiki á diskinn sinn, rifji upp þau fáu myndskeið af hvaladrápinu sem rötuðu fyrir augu almenning og ígrundi örlítið fáfengileika og tilgangsleysi hvalveiðanna í september 2023. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar