Frystum ekki mannúð Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:31 Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun